Við öllu búin á stærsta kvöldi ársins

Akademían verður við öllu búin í ár.
Akademían verður við öllu búin í ár. AFP

Krísuteymi verður á tánum þegar Óskarsverðlaunin verða afhent hinn 12. mars næstkomandi. Er það gert til þess að bregðast megi skjótar við hinum ýmsu uppákomum. 

Á síðasta ári varð uppi fótur og fit á verðlaunahátíðinni þegar leikarinn Will Smith hljóp upp á svið og sló Chris Rock upp á sviði í beinni útsendingu. 

Framkvæmdastjóri Óskarsverðlaunanna, Bill Kramer, sagði í viðtali við tímaritið Times að teymið myndi setja upp fjölda sviðsmynda sem gætu komið upp í þeim tilgangi að vera viðbúin öllu. 

„Af því að á síðasta ári komumst við að því að ýmislegt getur gerst á Óskarnum,“ sagði Kramer. Nú er ætlunin að bregðast fyrr við. 

Chris Rock.
Chris Rock. AFP/ Neilson Barnard

Svifasein Akademía

Viðbrögð Akademíunnar í kjölfar löðrungsins fræga hafa verið gagnrýnd. Smith fékk að halda sæti sínu á hátíðinni og skömmu seinna fór hann upp á svið að taka við sínum fyrstu Óskarsverðlaunum fyrir hlutverk sitt í myndinni King Richard. 

Seinna skráði Smith sig úr Akademíunni, en það var ekki fyrr en nokkrum dögum seinna að Smith var bannað að mæta á hátíðina næstu tíu árin.

Kramer segir núna að viðbrögð við uppákomum sem þessum verði héðan í frá allt öðruvísi. „Vonum samt að það komi ekkert upp á og að við þurfum ekki að nota þessar áætlanir. En við erum búin að teikna upp áætlanir sem við getum útfært,“ sagði Kramer.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka