„Everything Everywhere“ var sigursælust

Leikararnir Michelle Yeoh, Ke Huy Quan, Stephanie Hsu, Jamie Lee …
Leikararnir Michelle Yeoh, Ke Huy Quan, Stephanie Hsu, Jamie Lee Curtis og James Hong með verðlaunagripi sína á SAG-verðlaununum. AFP/Frederic J. Brown

Kvikmyndin Everything Everywhere All At Once sópaði til sín verðlaunum á Screen Actors Guild-hátíðinni í Hollywood í nótt.

Hún var valin besta myndin, auk þess sem Michelle Yeoh var kjörin besta leikkonan í aðalhlutverki. Sömuleiðis var Ke Huy Quan valinn besti leikarinn í aukahlutverki og Jamie Lee Curtist besta leikkonan í aukahlutverki.

Stéttarfélag leikara, sem samanstendur af yfir 120 þúsund manns, stendur að baki SAG-verðlaununum.

Everything Everywhere hefur áður hlotið hin ýmsu verðlaun á verðlaunahátíðum og er myndin talin líkleg til afreka á Óskarsverðlaununum í 12. mars.

Brendan Fraser.
Brendan Fraser. AFP/Frederic J. Brown

Brendan Fraser var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Whale.

Sjónvarpsþættirnir The White Lotus og Abbot Elementary hlutu SAG-verðlaunin fyrir bestu drama- og gamanþættina.

Listinn yfir alla verðlaunahafana

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka