Bieber aflýsir aftur tónleikum

Justin Bieber og eiginkona hans, Hailey Bieber.
Justin Bieber og eiginkona hans, Hailey Bieber. AFP

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur ákveðið að aflýsa aftur þeim dagsetningum sem eftir eru af tónleikaferðalagi hans, „Justice“ sökum heilsufarsvandamála.

Fram kemur á vef Page Six að Bieber hafi verið með 70 tónleika á dagskrá fyrir árið 2023, en dagsetningarnar hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðu hans. 

Bieber tilkynnti fyrst að hann hefði ákveðið að fresta tónleikaferðalagi sínu um óákveðinn tíma í september síðastliðnum. Nokkrum dögum áður tilkynnti tónlistarmaðurinn að hann hefði greinst með Ramsey Hunt-sjúkdóminn, taugahúðsjúkdóm sem veldur útbrotum, eyrnaverkjum og lömun í andliti. 

Dramatík og ásakanir um einelti

Nýverið hefur Hailey Bieber, eiginkona hans, verið sökuð um einelti gegn fyrrverandi kærstu Bieber, Selenu Gomez. Eins og mörgum er kunnugt voru þau par á árunum 2010 til 2018.

Í kjölfarið hefur hún misst fjölda fylgjenda á Instagram-reikningi sínum á meðan fylgjendahópur Gomez hefur farið ört stækkandi. Myndskeið um meint einelti hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og valdið miklu fjaðrafoki. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vendu þig af því að keyra skoðanir þínar ofan í annað fólk. Eitthvað angrar þig í umhverfinu, og þegar þú setur hendur á það veistu hvað það er og getur losað þig við það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vendu þig af því að keyra skoðanir þínar ofan í annað fólk. Eitthvað angrar þig í umhverfinu, og þegar þú setur hendur á það veistu hvað það er og getur losað þig við það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton