Opnar sig um kynferðisofbeldi í Hungurleikunum

Leikkonan Jena Malone.
Leikkonan Jena Malone. AFP/Jean-Baptiste LaCroix

Leik­kon­an Jena Malone seg­ir að sam­starfsmaður henn­ar hafi beitt hana kyn­ferðis­legu of­beldi við tök­ur á kvik­mynd­un­um Hung­ur­leik­arn­ir (The Hun­ger Games). Hún nafn­greindi ekki sam­starfs­mann sinn en seg­ist hafa unnið vel úr því of­beldi sem hún varð fyr­ir. 

Malone greindi frá þessu í færslu á In­sta­gram í vik­unni en þar deildi hún mynd af sér í franskri sveit. Mynd­in var tek­in eft­ir að töku lauk á síðustu Hung­ur­leika­mynd­inni, Hermiskaði - hluti 2. 

„Jafn­vel þó þessi tími í Par­ís hafi verið gríðarlega erfiður fyr­ir mig, ég gekk í gegn­um slæm sam­bands­slit og var beitt kyn­ferðis­legu of­beldi af mann­eskju sem ég vann með, þá var ég svo þakk­lát fyr­ir þetta verk­efni, fólkið sem ég tengd­ist og fyr­ir hlut­verkið sem ég fékk að leika,“ skrif­ar leik­kon­an og seg­ist vera að læra að kom­ast í gegn­um til­finn­ing­arn­ar. 

Malone sagði ekki nán­ar frá at­vik­inu. Spurð í at­huga­semd hvort árás­armaður­inn hafi sloppið við all­ar af­leiðing­ar sagði hún nei. „Ég notaði upp­byggi­lega rétt­vísi til að ná sátt­um og ábyrgð og til þess að vaxa með hinni mann­eskj­unni. Það var erfitt ferli, en ég trúi að það hafi hjálpað mér í gegn­um það erfiðasta,“ skrifaði Malone.

Malone fór með hlut­verk Johönnu Ma­son í kvik­mynd­un­um um Hung­ur­leik­ana, sem byggðar eru á sam­nefnd­um þríleik Suz­anne Coll­ins. Fjór­ar mynd­ir komu út árin 2012, 2013, 2014 og 2015.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jena Malone (@jena­malone)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þér finnast smáatriði vefjast um of fyrir þér og vilt helst ýta þeim öllum út af borðinu. Stundum verðurðu að láta eðlisávísunina ráða og hrökkva eða stökkva.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þér finnast smáatriði vefjast um of fyrir þér og vilt helst ýta þeim öllum út af borðinu. Stundum verðurðu að láta eðlisávísunina ráða og hrökkva eða stökkva.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir