Opnar sig um kynferðisofbeldi í Hungurleikunum

Leikkonan Jena Malone.
Leikkonan Jena Malone. AFP/Jean-Baptiste LaCroix

Leikkonan Jena Malone segir að samstarfsmaður hennar hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi við tökur á kvikmyndunum Hungurleikarnir (The Hunger Games). Hún nafngreindi ekki samstarfsmann sinn en segist hafa unnið vel úr því ofbeldi sem hún varð fyrir. 

Malone greindi frá þessu í færslu á Instagram í vikunni en þar deildi hún mynd af sér í franskri sveit. Myndin var tekin eftir að töku lauk á síðustu Hungurleikamyndinni, Hermiskaði - hluti 2. 

„Jafnvel þó þessi tími í París hafi verið gríðarlega erfiður fyrir mig, ég gekk í gegnum slæm sambandsslit og var beitt kynferðislegu ofbeldi af manneskju sem ég vann með, þá var ég svo þakklát fyrir þetta verkefni, fólkið sem ég tengdist og fyrir hlutverkið sem ég fékk að leika,“ skrifar leikkonan og segist vera að læra að komast í gegnum tilfinningarnar. 

Malone sagði ekki nánar frá atvikinu. Spurð í athugasemd hvort árásarmaðurinn hafi sloppið við allar afleiðingar sagði hún nei. „Ég notaði uppbyggilega réttvísi til að ná sáttum og ábyrgð og til þess að vaxa með hinni manneskjunni. Það var erfitt ferli, en ég trúi að það hafi hjálpað mér í gegnum það erfiðasta,“ skrifaði Malone.

Malone fór með hlutverk Johönnu Mason í kvikmyndunum um Hungurleikana, sem byggðar eru á samnefndum þríleik Suzanne Collins. Fjórar myndir komu út árin 2012, 2013, 2014 og 2015.

View this post on Instagram

A post shared by Jena Malone (@jenamalone)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir