Dregillinn ekki rauður í ár

Næstkomandi sunnudagskvöld verður Óskarsverðlaunahátíðin haldin í nítugasta og fimmta skiptið.
Næstkomandi sunnudagskvöld verður Óskarsverðlaunahátíðin haldin í nítugasta og fimmta skiptið. AFP

Sú er hefðin um Óskar­sverðlauna­hátíðina að stór­stjörn­ur gangi yfir stór­an dreg­il áður en þær til­la sér í saln­um. Frá ár­inu 1961 hef­ur dreg­ill­inn verið rauður en í ár verður hann kampa­vínslitaður. Frá þessu grein­ir frétta­veit­an AP.

Hug­mynd­in um nýja lit­inn kom frá Lisu Love, list­ræn­um ráðgjafa, og Raúl Àvila, list­ræn­um stjórn­anda Met Gala-hátíðar­inn­ar. Lisa Love seg­ir að breyt­ing­in hafi verið gerð vegna þess að þau fengu frelsið til þess. 

„Ein­hver finn­ur alltaf leið til að finna eitt­hvað rangt við eitt­hvað,“ sagði Love. „Þetta þýðir ekk­ert að þetta verði alltaf kampa­vínslitað teppi.“

Jimmy Kimmel, sem verður kynn­ir á ósk­arn­um var stadd­ur fyr­ir utan Dol­by Leik­húsið í Hollywood þegar dreg­ill­inn var dreg­inn með hátíðlegri at­höfn.

„Ég held að ákvörðunin um að fara með kampa­vín­steppi í staðin fyr­ir rauða teppið sýni hversu full­viss við erum um að engu blóði verði úthellt,“ sagði Kimmel á at­höfn­inni og vitn­ar hér í at­vik sem átti sér stað á sein­ustu Óskar­sverðlauna­há­tið, þegar leik­ar­inn Will Smith sló grín­ist­ann Chris Rock utan und­ir í beinni út­send­ingu og olli miklu usli í stjörnu­heim­in­um.

Tjald verður yfir dregl­in­um, bæði til þess að vernda stjörn­urn­ar frá veðrátt­um en aðallega til þess að það líti út fyr­ir að at­höfn­in eigi sér stað seinna um kvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst hægt miða með starfsframann en vertu rólegur. Reyndu að festast ekki í hlutum sem þú færð ekki breytt heldur beittu kröftum þínum þar sem þeirra sér stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
3
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst hægt miða með starfsframann en vertu rólegur. Reyndu að festast ekki í hlutum sem þú færð ekki breytt heldur beittu kröftum þínum þar sem þeirra sér stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
3
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir