Fór loksins heim með styttu

Jamie Lee Curtis vann loksins Óskarsverðlaun eftir að hafa unnið …
Jamie Lee Curtis vann loksins Óskarsverðlaun eftir að hafa unnið í bransanum í yfir 40 ár. AFP/Al Seib

Hin 64 ára gamla Jamie Lee Curtis vann loksins Óskarsverðlaun í nótt. Leikkonan hefur verið í yfir 40 ár í skemmtanabransanum og leikið í tugum kvikmynda.

Verðlaunin hlaut hún fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Everything Everywhere All at Once sem sópaði til sín verðlaunum á þessari 95. verðlaunahátíð Akademíunnar í Hollywood. 

Curtis er dóttir tveggja stórleikara í Hollywood, Janet Leigh og Tony Curtis, og hóf feril sinn ung að aldri.

„Ég vann Óskar,“ sagði Curtis þegar hún tók á móti verðlaununum á stóra sviðinu í kvöld. Hún heiðraði foreldra sína og þakkaði eiginmanni sínum, börnum, aðdáendum og samstarfsfólki fyrir í ræðu sinni. 

Curtis er fædd í Los Angeles og hennar fyrsta hlutverk sem vakti athygli var í myndinni Halloween sem kom út árið 1978. Framleiðandi myndarinnar hefur viðurkennt að hún ákvað að ráða Curtis því móðir hennar hafi farið með hlutverk í kvikmynd Alfred Hitchcock, Psycho, árið 1960.  

Þrátt fyrir það hefur Halloween-hlutverkið orðið eitt af hennar stærstu hlutverkum á ferlinum og lék hún á síðasta ári í framhaldsmyndinni Halloween Ends. 

Á meðal þeirra mynda sem Curtis hefur leikið í eru Trading Places, A Fish Called Wanda og True Lies. Nýlega lék hún í Knives Out. 

Curtis er gift leikaranum og leikstjóranum Christopher Guest og eiga þau saman tvö börn.

Curtis var ánægð með styttuna sína.
Curtis var ánægð með styttuna sína. AFP/Frederick J. Brown
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka