Stígur til hliðar í máli Alec Baldwin

Áfangasigur fyrir Alec Baldwin.
Áfangasigur fyrir Alec Baldwin. AFP/John Lamparski

Andrea Reeb, sér­stak­ur sak­són­ari í máli leik­ar­ans Alec Baldw­in hef­ur ákveðið að stíga til hliðar í mál­inu. Lög­menn Baldw­in fóru fram á að hún myndi stíga til hliðar þar er þeir töldu skip­un henn­ar í embættið brjóta gegn stjórn­ar­skrá Nýju-Mexí­kó, þar sem hún sæti einnig á lög­gjaf­arþingi rík­is­ins.

Þetta er annað höggið sem lög­menn leik­ar­ans ná á sak­sókn­ara rík­is­ins sem ákært hef­ur Baldw­in fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í tengsl­um við and­lát Halynu Hutchins, töku­manns við kvik­mynd­ina Rust. New York Times grein­ir frá.

Hutchins lést af völd­um skotsára við tök­ur á mynd­ini á síðasta ári. 

Reeb var skipuð sem sér­stak­ur sak­sókn­ari í mál­inu á síðasta ári af sak­sókn­ar­an­um Mary Carmack-Altwise. Fór sak­sókn­ari einnig fram á auka fjár­fram­lög til máls­höfðun­ar­inn­ar. Á þeim tíma var Reeb í í fram­boði fyr­ir Re­públi­kana til sæt­is í full­trúa­deild Nýju-Mexí­kó. Mánuðum seinna vann hún kosn­ing­arn­ar og tók sæti á þingi. Hélt hún starfi sínu sem sér­stak­ur sak­sókn­ari í mál­inu. 

Reeb sagðist hafa kom­ist að niður­stöðu um að stíga til hliðar eft­ir lang­ar vanga­velt­ur. „Mín áhersla í hverju ein­asta máli á mín­um 25 ára ferli, er að ná fram rétt­læti fyr­ir fórn­ar­lömb. Það hef­ur orðið skýrt und­an­farið að besta leiðin að tryggja rétt­læti í þessu máli er að stíga til hliðar svo ákæru­valdið geti ein­beitt sér að sönn­un­ar­gögn­um og staðreynd­um máls­ins, sem sýna greini­lega að ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir voru hunsaðar sem leiddu að dauða Halynu Hutchins,“ sagði Reeb í til­kynn­ingu sinni. 

Í fe­brú­ar náðu lög­menn Baldw­ins að fá hluta ákær­unn­ar, er sneri að vopna­lög­um, fellda niður. Ef Baldw­in hefði verið sak­felld­ur fyr­ir að hand­leika skot­vopnið hefði hann átt yfir höfði sér lengri fang­els­is­dóm.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Óhefðbundnar hugmyndir fá hljómgrunn ef þú treystir röddinni innra með þér. Ekki þarf að sannfæra alla strax. Fylgstu með hverjir fylgja af sjálfu sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
3
Anna Rún Frí­mannsd´ótt­ir
4
Yrsa Sig­urðardótt­ir
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Óhefðbundnar hugmyndir fá hljómgrunn ef þú treystir röddinni innra með þér. Ekki þarf að sannfæra alla strax. Fylgstu með hverjir fylgja af sjálfu sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
3
Anna Rún Frí­mannsd´ótt­ir
4
Yrsa Sig­urðardótt­ir
5
Arn­ald­ur Indriðason