Gagnrýnir hatur og hótanir í garð Hailey Bieber

Selena Gomez og Hailey Bieber hafa verið á allra vörum …
Selena Gomez og Hailey Bieber hafa verið á allra vörum síðustu vikur. Samsett mynd

Leik- og söng­kon­an Selena Gomez hef­ur beðið aðdá­end­ur sína um að hætta að senda líf­láts­hót­an­ir og ljót skila­boð á fyr­ir­sæt­una Hailey Bie­ber. 

„Hailey Bie­ber hafði sam­band við mig og lét mig vita að henni hafi verið hótað líf­láti og fengið hat­urs­full og nei­kvæð skila­boð,“ skrifaði Gomez á In­sta­gram-reikn­ing sinn og bætti við að eng­inn ætti að upp­lifa hat­ur né einelti. 

„Ég hef alltaf talað fyr­ir góðvild og vil virki­lega að þetta hætti alltsam­an,“ skrifaði hún að lok­um. 

Skilaboð sem Selena Gomez setti á Instagram-reikning sinn.
Skila­boð sem Selena Gomez setti á In­sta­gram-reikn­ing sinn. Skjá­skot/​In­sta­gram

Sakaðar um að leggja Gomez í einelti

Bie­ber fór að ber­ast hót­an­ir eft­ir að hún og Kylie Jenner voru sakaðar um að leggja Gomez í einelti í gegn­um In­sta­gram. Í kjöl­farið fór in­ter­netið gjör­sam­lega á hliðina.

Gomez hef­ur hlotið mik­inn stuðning frá aðdá­end­um sín­um sem urðu í síðustu viku 400 millj­ón­ir tals­ins, en hún varð fyrsta kon­an til þess að fá yfir 400 millj­ón fylgj­end­ur á In­sta­gram. Þá hef­ur fylgj­end­um Bie­ber og Jenner fækkað tölu­vert og þær hlotið mikla gagn­rýni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Truflanir ná meira tangarhaldi á manni þegar maður veit ekki hvert maður er að fara. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Truflanir ná meira tangarhaldi á manni þegar maður veit ekki hvert maður er að fara. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.