Kleini greindi ekki rétt frá

Kristján Einar varði átta mánuðum í fangelsi á Spáni.
Kristján Einar varði átta mánuðum í fangelsi á Spáni. Skjáskot/YouTube

Kristján Einar Sigurbjörnsson, einnig þekktur sem Kleini, segist ekki hafa greint rétt frá málum sínum á Spáni við íslenska fjölmiðla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann birtir á Instagram.

Kristján var handtekinn í Málaga á Spáni í mars í fyrra og þurfti í kjölfarið að sitja í fangelsi.

Hefur hann haldið því fram að hann hafi verið handtekinn vegna rifrildis sem kom upp á milli hans og annarra manna. 

Varði Kristján alls átta mánuðum í fangelsi á Spáni.

Í dag greindi Heimildin frá því að Kristján hefði verið sakfelldur af spænskum dómstól fyrir ofbeldisfullt rán og tilraun til ofbeldisfulls rán í Málaga.

Vildi minnka áreitið

Í yfirlýsingu sinni segir Kristján að hann hafi upplifað gríðarlegan þrýsting á að segja sögu sína þegar hann kom aftur heim til Íslands. Hann hafi verið á slæmum stað og ekki verið tilbúinn að opna sig um mistök sín. Aftur á móti hafi hann opnað sig í von um að áreitið myndi minnka.

„Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því.

Breyskleiki er eitthvað sem allir ættu að þekkja og á þessum tíma var ég einfaldlega ekki nógu sterkur til þess að láta dæma mig út frá mistökum sem ég gerði á mínu veikasta augnabliki,“ skrifar Kristján á Instagram.

Bætir Kristján við að nú sé hann á betri stað í lífinu, þó hann eigi enn nokkuð í land í sínum bataferli. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir