Hversdagsbjór til heiðurs Prins Póló

Hirðin með bruggmeisturum Borgar. Í efri röð frá vinstri eru …
Hirðin með bruggmeisturum Borgar. Í efri röð frá vinstri eru Björn Kristjánsson, Örvar Smárason, Örn Ingi Ágústsson og Ívar Pétur Kjartansson. Í neðri röð frá vinstri eru Halldór Darri Guðjónsson, Sturlaugur Jón Björnsson, Árni Long og Hlynur Björnsson. Ljósmynd/Þorgeir Ólafs

„Það er gríðarleg stemn­ing í hópn­um og mik­il til­hlökk­un enda hef­ur verið helj­ar­inn­ar verk­efni að koma þessu öllu heim og sam­an,“ seg­ir Björn Kristjáns­son tón­list­armaður með meiru.

Björn er einn skipu­leggj­enda Hátíðar Hirðar­inn­ar sem hald­in verður í Gamla bíói í vik­unni. Upp­selt er á fyrri tón­leik­ana sem haldn­ir verða á af­mæl­is­degi Svavars Pét­urs Ey­steins­son­ar, Prins Póló, miðviku­dag­inn 26. apríl, en enn eru laus­ir miðar á auka­tón­leika á fimmtu­dags­kvöldið.

Fjöl­marg­ar hljóm­sveit­ir og tón­listar­fólk kem­ur fram og spil­ar nokk­ur lög til heiðurs Svavari Pétri. All­ur ágóði af tón­leik­un­um renn­ur í ný­stofnaðan minn­ing­ar­sjóð Svavars Pét­urs sem lést fyr­ir ald­ur fram síðasta haust. Útdeilt verður ár­lega úr sjóðnum til skap­andi fólks með góðar hug­mynd­ir.

Á tón­leik­un­um verður hægt að bragða á glæ­nýj­um bjór sem Hirðin tók þátt í að brugga í til­efni þess­ar­ar miklu hátíðar. Bruggað var í sam­starfi við Borg brugg­hús og ber bjór­inn nafn sem sótt var í eitt laga Prins­ins, Jóla­kveðju, þar sem skáldið söng um jóla­bjór­inn. Kall­ast bjór­inn Sama gamla sullið og und­ir­t­it­ill­inn er „hvers­dags­bjór“.

Sama gamla sullið er lagerbjór sem Hirðin tók þátt í …
Sama gamla sullið er lag­er­bjór sem Hirðin tók þátt í að brugga fyr­ir Hátíð hirðar­inn­ar.

„Það var nóg af allskon­ar góðum frös­um og orðum sem við fór­um í gegn­um en þetta var niðurstaðan á end­an­um,“ seg­ir Björn um nafn bjórs­ins. „Okk­ur fannst líka viðeig­andi að brugga lag­er­bjór með þessu nafni og að kalla þetta hvers­dags­bjór. Prins­inn var auðvitað kon­ung­ur hvers­dags­leik­ans.“

Árni Long, brugg­meist­ari hjá Borg, seg­ir það hafa verið mik­inn heiður að fá Hirðina í heim­sókn í brugg­húsið. „Við erum mikið Prins-fólk hjá brugg­hús­inu og höf­um meðal ann­ars vitnað í hann í tveim­ur bjórút­gáf­um í gegn­um tíðina – ann­ars veg­ar með bjórn­um Sultuslök nunna og hins veg­ar bjórn­um Hakk & spaghettí sem báðir voru í til­raunalín­unni okk­ar. Það má því segja að við skuld­um hon­um – og þá meina ég um­fram þá ei­lífðarskuld sem við og allt sam­fé­lagið stönd­um í við hann vegna þeirr­ar framúrsk­ar­andi list­ar sem við höf­um notið vegna hans.“

Björn tók sig vel út í verkunum í brugghúsinu.
Björn tók sig vel út í verk­un­um í brugg­hús­inu.

Brugg­meist­ar­inn seg­ir að ekki hafi þótt við hæfi að vera með neina til­rauna­mennsku þegar Sama gamla sullið varð til. „Það kom auðvitað ekk­ert annað til greina en að gera okk­ar skásta við að fanga sjoppu­lega töfra hvers­dags­leik­ans og því ákváðum við að brugga sam­an einn strang­heiðarleg­an ljós­an lag­er af þessu til­efni – eng­ir stæl­ar og eng­in gríma – bara kór­óna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er í mörg horn að líta og þér finnst stundum þú ekki komast yfir allt saman. Ekki hafa áhyggjur, einstakur persónuleiki þinn mun fá að skína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er í mörg horn að líta og þér finnst stundum þú ekki komast yfir allt saman. Ekki hafa áhyggjur, einstakur persónuleiki þinn mun fá að skína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir