Ofurfyrirsæta sækir um skilnað

Þegar allt lék í lyndi hjá hjónakornunum.
Þegar allt lék í lyndi hjá hjónakornunum. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Toni Garn hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, leikaranum Alex Pettyfer. Garn og Pettyfer hafa verið gift í tvö ár. 

Hún tilkynnti um skilnaðinn yfir helgina á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu hennar kemur fram að parið hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um að skilja. Hún segir einnig að þau muni áfram vera góðir vinir og sinna foreldrahlutverki sínu af mikilli ást og eljusemi, en parið deilir eins árs gamalli dóttur, Luca.

Parið byrjaði saman árið 2018 og gifti sig í innilegri athöfn, síðla árs 2020. Pettyfer hefur ekki tjáð sig opinberlega um skilnaðinn að svo stöddu að því er fram kemur á vef Page Six.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson