Fjórða konan stígur fram vegna Tate

Andrew Tate á leið í dómsal fyrr í þessum mánuði …
Andrew Tate á leið í dómsal fyrr í þessum mánuði þar sem hann freisti þess að fá úrskurði um gæsluvarðhald hnekkt. AFP

Nú hef­ur fjórða breska kon­an stigið fram og sakað Andrew Tate um gróft kyn­ferðisof­beldi. Tate var hand­tek­inn í Rúm­en­íu í des­em­ber síðastliðnum ásamt bróður sín­um Trist­an Tate vegna gruns um kyn­ferðis­brot og man­sal. Bræðurn­ir eru nú í stofufang­elsi í Rúm­en­íu. 

Kon­an, sem var tví­tug­ur há­skóla­nemi þegar meint at­vik átti sér stað árið 2014, seg­ist hafa hitt Tate úti á líf­inu í heima­bæ hans, Lut­on í Bed­fords­hire. Hún er fjórða kon­an sem stíg­ur fram, en all­ar segj­ast þær hafa orðið fyr­ir kyn­ferðisof­beldi af hálfu Tate á ár­un­um 2013 til 2016 þegar hann var bú­sett­ur í Bretlandi. 

Seg­ir kyn­lífið fljótt hafa orðið of­beld­is­fullt

Fram kem­ur á vef BBC að kon­an segi að þau hafi í fyrstu stundað kyn­líf með samþykki en það hafi fljótt orðið of­beld­is­fullt. Þá seg­ir hún Tate hafa tekið hana hálstaki og kyrkt hana þar til hún varð meðvit­und­ar­laus, en þegar hún hafi vaknað hafi hann enn verið að stunda kyn­líf með henni, sem hún hafi ekki samþykkt. 

Kon­an seg­ir Tate einnig hafa hótað henni of­beldi, þar á meðal hafi hann hótað að drepa hana. „Hann sagði í sí­fellu: „Ég á þig, þú til­heyr­ir mér.“ Alla nótt­ina var hann frek­ar árás­ar­gjarn og sagði hræðilega hluti,“ sagði kon­an.

Tate hef­ur neitað ásök­un­un­um, en talsmaður hans seg­ir að all­ar kyn­ferðis­leg­ar at­hafn­ir sem Tate hafi tekið þátt í hefðu verið með samþykki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er ljótur ávani að afgreiða alla hluti fyrirfram í stað þess að kynna sér þá og taka svo afstöðu. Rannsakaðu, spurðu eldri kynslóðina, leitaðu að sögum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er ljótur ávani að afgreiða alla hluti fyrirfram í stað þess að kynna sér þá og taka svo afstöðu. Rannsakaðu, spurðu eldri kynslóðina, leitaðu að sögum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf