Sambandið entist ekki í ár

Love Island-sigurvegararnir Davide Saclimenti og Ekin-Su Cülcüloglu hafa slitið sambandi …
Love Island-sigurvegararnir Davide Saclimenti og Ekin-Su Cülcüloglu hafa slitið sambandi sínu. Samsett mynd

Ekin-Su Cülcüloglu og Davide Sanclimenti, sigurvegarar síðustu þáttaraðar Love Island, hafa nú farið hvort í sína áttina. Rétt misstu þau af því að halda upp á ársafmæli sambandsins 11 mánuðir eru síðan þau stóðu uppi sem sigurvegarar raunveruleikaþáttarins, eftir nokkuð stormasama sambandsbyrjun.

Saclimenti deildi fréttunum á Instagram-síðu sinni, einungis þremur dögum eftir að parið sást síðast opinberlega saman. Samkvæmt heimildarmanni Sun hafði fyrrverandi parið átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið og þrátt fyrir að hafa reynt sitt besta til að viðhalda sambandinu hafi þau ákveðið að slíta því.

Sambandið virðist þó hafa staðið á brauðfótum í þó nokkurn tíma, en orðrómur um framhjáhald Saclimenti spratt upp oftar en einu sinni. Í fyrrasumar sást Saclimenti meðal annars úti á lífinu með tveimur íslenskum konum og fór Love Island-samfélagið nánast á hliðina í kjölfarið.

Davide Saclimenti tilkynnti sambandsslitin á Instagram.
Davide Saclimenti tilkynnti sambandsslitin á Instagram. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson