Fjarsambandið gekk ekki upp

Love Island-stjörnurnar Lana Jenkins og Ron Hall hafa slitið sambandi …
Love Island-stjörnurnar Lana Jenkins og Ron Hall hafa slitið sambandi sínu. Samsett mynd

Love Island-stjörnurnar Lana Jenkins og Ron Hall er hætt saman eftir aðeins þriggja mánaða samband, en þau lentu í öðru sæti í níundu þáttaröðinni af raunveruleikaþáttunum vinsælu sem lauk í mars síðastliðnum. Eftir að tökum lauk voru Jenkins og Hall í fjarsambandi, en Jenkins býr í Manchester og Hall í Essex, en virtist sambúð þó vera í kortunum fyrir nokkrum vikum.

Áður en tilkynnt var um sambandsslitin höfðu glöggir netverjar höfðu tekið eftir fjarveru Hall á samfélagsmiðlum Jenkins, en Jenkins er nú stödd í Los Angeles með áhrifavaldavinum sínum. Deildi Jenkins einnig torræðum skilaboðum á Instagram-reikningi sínum þar sem hún sagðist hafa tekið sér heilnæman tíma fyrir sjálfa sig eftir annasamar vikur.

Fjarlægðin virðist hafa verið fyrrverandi parinu ofviða og hvorugt var tilbúið til að flytjast búferlum og hafa þau því slitið sambandi sínu. Samkvæmt heimildarmanni Daily Mail var ákvörðunin tekin í sameiningu og eru þau Jenkins og Hall enn góðir vinir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson