Cole Sprouse sást á Laugaveginum

Vel fór á með Sprouse og aðdáendum sem á vegi …
Vel fór á með Sprouse og aðdáendum sem á vegi hans urðu. Ljósmynd/Aðsend

Leikarinn Cole Sprouse sást á gangi um Laugaveginn í gærkvöld samkvæmt heimildum mbl.is. Sýnist hann heilsa aðdáendum léttur í bragði á myndum sem bárust mbl.is.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikarinn spókar sig á Íslandi en hann sótti landið heim vorið 2019 og birti myndir á Instagram af ferðalaginu.

Sprouse er þekktastur fyrir leik sinn í Netflix-þáttaröðinni Riverdale og hlutverk sitt sem Cody Martin í þáttaröðinni The Suite Life of Zack and Cody, sem sýnd var á Disney Channel árin 2005 til 2008.

Í árslok 2019 heimsótti tvíburabróðir Cole, Dylan Sprouse, Ísland og naut alls þess besta sem Suðurlandið hefur upp á að bjóða.

Cole Sprouse.
Cole Sprouse. Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir