Ariana Grande skilur eftir tveggja ára hjónaband

Tónlistarkonan Ariana Grande og Dalton Gomez hafa ákveðið að skilja.
Tónlistarkonan Ariana Grande og Dalton Gomez hafa ákveðið að skilja. AFP

Tónlistarkonan Ariana Grande og fasteignasalinn Dalton Gomez hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir tveggja ára hjónaband. 

Heimildir Page Six herma að Grande og Gomez hafi slitið sambandi sínu í janúar síðastliðnum. „Þau tóku ákvörðunina saman. Þau höfðu átt í erfiðleikum fyrir sambandsslitin í janúar, en þau vilja vera bestu vinir áfram,“ sagði heimildamaðurinn. 

„Þau hafa verið mjög góðir vinir í gegnum allt ferlið og vinir þeirra og fjölskyldur hafa reynt að vernda þau,“ bætti hann við, en orðrómur um sambandsslit Grande og Gomez fór á flug eftir að Grande kom fram á Wimbledon síðastliðna helgi án giftingahringsins.

Bónorð með þýðingamiklum hring

Gomez fór á skeljarnar og bað Grande í desember árið 2020 með perlu- og demantshring sem hafði mjög sérstaka þýðingu fyrir tónlistarkonuna, en perlan kom úr hring sem amma hennar hafði gefið henni.

Grange og Gomez gengu svo í það heilaga við leynilega og fámenna athöfn í maí 2021 á heimili sínu í Montecito í Kaliforníu. 

Dalton Gomez og Ariana Grande.
Dalton Gomez og Ariana Grande. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson