Í hnapphelduna 19 árum eftir trúlofun

Leikkonan Michelle Yeoh gekk í hjónaband 19 árum eftir trúlofun.
Leikkonan Michelle Yeoh gekk í hjónaband 19 árum eftir trúlofun. AFP

Óskarsverðlaunahafinn Michelle Yeoh og unnusti hennar, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ferrari, Jean Todt, gengu í hjónaband í gær, fimmtudaginn 27. júlí. Hjónin giftu sig í svissnesku borginni Genf 19 árum eftir að þau trúlofuðu sig. 

Yeoh kynntist Todt árið 2004 í borginni Sjanghaí þegar hún var ráðin til þess að leika í auglýsingu fyrir bílarisann Ferrari, en hjónin trúlofuðu sig í júlí það sama ár eftir aðeins sex vikna kynni. 

Meðal gesta í brúðkaupinu var Formúlu 1 ökumaðurinn Felipe Massa, en hann brá sér um stund í hlutverk brúðkaupsljósmyndara og birti fallega myndaseríu af deginum á Instagram-reikningi sínum. Myndirnar sýna leikkonuna meðal annars með Óskarsverðlaunastyttuna sem hún hlaut fyrr á þessu ári fyrir kvikmyndina Everything Everywhere All at Once.

View this post on Instagram

A post shared by Felipe Massa (@massafelipe)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir