„Tónlist er frekar leiðinleg ein og sér“

Fannar Ingi Friðþjófsson er forsprakki hljómsveitarinnar Hipsumhaps. Hann er nýfluttur …
Fannar Ingi Friðþjófsson er forsprakki hljómsveitarinnar Hipsumhaps. Hann er nýfluttur til landsins eftir ársdvöl í Danmörku.

Fann­ar Ingi Friðþjófs­son forsprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar Hips­um­haps flutti heim til Íslands í síðustu viku eft­ir að hafa búið í eitt ár með kær­ustu sinni í Árós­um í Dan­mörku. Á meðan hann dvaldi í Dan­mörku samdi hann lög og texta, kenndi nokkr­um meist­ur­um stærðfræði og vann að sjón­varpsþátt­um. Í dag kem­ur lagið Hjarta út en það er lag núm­er tvö af nýj­ustu plötu Hips­um­haps Ást & praktík sem kem­ur út í haust. 

Þegar mbl.is náði í skottið á Fann­ari þá sagðist hann vera ör­lítið þreytt­ur. Flutn­ing­arn­ir á milli landa hefðu tekið á. 

„Ég er ljóm­andi góður en þreytt­ur. Flutti heim frá Árós­um í Dan­mörku í síðustu viku þar sem ég hef búið í eitt ár með kær­ust­unni minni á meðan hún klár­ar nám. Smá svonaP­hil­ip í fyrstu seríu afT­heQu­een stemn­ing,“ seg­ir Fann­ar og hlær. 

Arnar Ingi og Fannar Ingi í Berlín.
Arn­ar Ingi og Fann­ar Ingi í Berlín.

Hef­ur þú verið að vinna bara í tón­list­inni úti eða hef­ur þú verið að gera eitt­hvað annað með?

„Ég hef aðallega verið að taka upp plöt­una en líka tekið að mér hliðar­verk­efni í list­rænni stjórn­un og verið með nokkra meist­ara í stærðfræðikennslu. Ég er líka að skrifa sjón­varpsþætti. Ég hugsa að ég þurfi alltaf að gera eitt­hvað með tón­list­inni. Tónlist er frek­ar leiðin­leg ein og sér. Ég væri mest til í að vera kenn­ari,“ seg­ir hann. 

Einn vin­sæl­asti smell­ur hljóm­sveit­ar­inn­ar Hips­um­haps er LSMLÍ eða Lífið sem mig lang­ar í. Þegar Fann­ar er spurður að því hvernig lífi hann lifi sjálf­ur þá glott­ir hann. 

„Held ég viti hvaða svari þú ert að fiska eft­ir, „líf­inu sem mig lang­ar í“,“ seg­ir hann og hlær og bæt­ir við:

„En ég er frek­ar mikið fiðrildi. Mamma seg­ir stund­um að ég sé eins og þeyt­ispjald sem er al­veg rétt og ég á það til að keyra mig um koll. Mér finnst gam­an að fara á tón­leika, spila golf og horfa á sjón­varpið. Frek­ar „basic“stöff. Ég borða ekki dýr og ég elska gír­affa,“ seg­ir hann í létt­um dúr. 

Óskar Guðjónsson spilar á plötunni.
Óskar Guðjóns­son spil­ar á plöt­unni.

Langt og subbu­legt ferli 

Hvernig kem­ur and­inn yfir þig við tón­list­ar­gerð?

„Ég er sveim­hugi í eðli mínu og gríp því ým­is­legt áhuga­vert í dag­legu amstri sem inn­blást­ur eða sé hluti í nýju ljósi. Það er oft kannski kveikj­an. Lag sem ég hef heyrt millj­ón sinn­um en fatta fyrst núna hvað það er geðveikt og blanda því sam­an við kjarnam­inn­ing­ar. Í kjöl­farið punkta ég eitt­hvað niður eða muldra upp­töku í sím­ann og sest svo niður mánuðum seinna og púsla sam­an lagi. Það er yf­ir­leitt langt og subbu­legt ferli hjá mér að semja og taka upp lag og í því ferli eru hæðir og lægðir. Að semja þessa plötu var í fyrsta sinn sem ég hef gefið mér tíma frá 9 til 5 til þess að semja tónlist. Ég fílaði það mjög vel.“

Þegar fólk er í skap­andi vinnu get­ur gengið á ýmsu. Þegar Fann­ar er spurður að því hvort það hafi ekki eitt­hvað sniðugt gerst á tón­list­ar­ferl­in­um seg­ir hann að marg­ar sög­ur þoli ekki dags­ljósið. 

„Úff, þær eru nokkr­ar góðar sem rata kannski ekki í blöðin. En ég hef gam­an af mörg­um augna­blik­um með Arn­ari Inga Inga­syni sem hef­ur bæði hljóðblandað og út­sett tónlist með mér. Hann er ógeðslega skemmti­leg­ur. Hann prumpaði til dæm­is á kveikjara þegar við vor­um að klára plöt­una hjá hon­um í Berlín og ég hef aldrei séð svona stór­an blossa á æv­inni. Al­veg Opp­en­heimer dæmi, sveppa­ský, og við grét­um úr hlátri í svona þrjá klukku­tíma. Við erum ekki þroskaðri en þetta enda eng­in ástæða til þess. Svo hef­ur vin­ur minn Tam­bó Kri stund­um spilað með mér án þess að vera gera neitt mús­ík­alskt á sviðinu eða verið tengd­ur við neitt. Bara full­ur í friði. Stemn­ings­maður, Þrótt­ari,“ seg­ir hann og bros­ir. 

Atli Bollason textahöfundur.
Atli Bolla­son texta­höf­und­ur.

Átak­an­legt á köfl­um 

Hvernig er stemn­ing­in í band­inu. Eruð þið alltaf sam­mála?

„Stemn­ing­in er frek­ar næs að svo stöddu en það hafa al­veg verið tekn­ir slag­ir í gegn­um tíðina. Þetta er oft fokk­ing erfitt ef ég á að vera al­veg hrein­skil­inn. Í grunn­inn er Hips­um­haps bara ég og aðrir koma síðan og fara. Ég fjár­magna upp­tök­urn­ar og tek end­an­leg­ar ákv­arðanir af bestu getu. Ég vil auðvitað vera sam­kvæm­ur sjálf­um mér án þess að vera ein­hver ein­ræðis­herra eða klæðast nýju föt­um keis­ar­ans. Það get­ur stund­um verið fín lína í þessu og þá leita ég ráða til þeirra sem eru ná­lægt mér með hvað ég eigi að gera. Ég er yf­ir­leitt frek­ar hress en ég get líka verið skap­stór sem fer mis­vel ofan í fólk. Mark­miðið er samt alltaf að vera sann­gjarn. Ég er smá eins og Marc Bol­an í T. Rex. Nema ég sökka á gít­ar.“

Fann­ar fékk plötu­spil­ara í af­mæl­is­gjöf í fyrra og féll fyr­ir vínyl­form­inu. Nýj­asta plata Hips­um­haps ber þess merki. 

„Ég fékk plötu­spil­ara í af­mæl­is­gjöf í fyrra sem veitti mér inn­blást­ur með að nálg­ast plöt­una út frá vínyl­formi. Tólf lög sem skipa A og B hlið. Ég ákvað líka snemma í ferl­inu að prófa vinna með nýju fólki og það gaf mér miklu meira en mig grunaði. Ég og Kiddi, Krist­inn Þór Óskars­son, höf­um fram að þessu bara spilað sam­an á sviði en þegar ég fól hon­um þetta verk­efni í hend­urn­ar, að taka upp þriðju plöt­una, fékk ég að kynn­ast því að hæfi­leik­ar hans ná langt um­fram hljóðfæra­leik. Ég er mjög þakk­lát­ur fyr­ir hann. Ég ögraði líka sjálf­um mér með því að skrifa texta með öðrum. Ég hef alltaf skrifað einn en núna langaði mig að prófa gera eitt­hvað nýtt. Atli Bolla­son er al­gjör skepna í þess­ari deild þannig ég heyrði í hon­um og hann setti sterk­an svip á plöt­una ásamt því að vera með mig í hálf­gerðri sál­gæslu í leiðinni. Ég var mjög gagn­rýn­inn á text­ana sem ég hafði skrifað en hon­um fannst þeir bara frek­ar­næs. Ég hef fengið mjög já­kvæð viðbrögð frá þeim sem hafa heyrt plöt­una og ég hlakka til þess að deila henni með fólki. Það er von­andi eitt­hvað fyr­ir alla á þess­ari plötu. Frá Gummakíró til Eg­ils Helga­son­ar og allra þeirra á milli. Sér­stak­lega Kleina,“ seg­ir hann og á þá við áhrifa­vald­inn Kristján Ein­ar. 

Söngkona Rakel Sigurðardóttir kemur fyrir á plötunni.
Söng­kona Rakel Sig­urðardótt­ir kem­ur fyr­ir á plöt­unni.

Mik­il­vægt að sjá fyrstu viðbrögð

Hvað hef­ur gerst á leiðinni sem stend­ur upp úr?

„Ég held að þessi plata sé skemmti­leg­asta ferli sem ég hef tekið þátt í hingað til. Ég og Kiddi skipu­lögðum tök­urn­ar virki­lega vel en leyfðum hlut­un­um líka bara að flæða. Það eru nokk­ur augna­blik sem standa upp úr en það er erfitt er að koma þeim í orð. Eitt­hvað æðra var í gangi sem fólk mun heyra á plöt­unni en eng­inn fíla meira en við. Það eru hápunkt­ar plöt­unn­ar fyr­ir mér.“

Þriðja breiðskífa Hips­um­haps Ást & praktík kem­ur út á streym­isveit­um þann 1. októ­ber en fyrst verður hún fá­an­leg á vínyl þann 15. sept­em­ber. Í til­efni vínylút­gáf­unn­ar verður hald­in sér­stök tón­leikaröð á neðri hæð KEX Hostel þar sem fólki gefst tæki­færi á að upp­lifa plöt­una fyrst í gegn­um lif­andi flutn­ing og tryggja sér nýpressað vínylein­tak og með því. 

„Hug­mynd­in að þess­um tón­leik­um kom snemma í ferl­inu. Að flytja plöt­una „live“ áður en hún verður gef­in út. Ég er nefni­lega spennt­ur að sjá viðbrögð fólks þegar það heyr­ir lög­in í fyrsta skipti. Í raun er ég kok­hraust­ur því mér finnst þessi plata feit og ég er með eitt flott­asta band lands­ins á bakvið mig. Við mun­um halda ferna tón­leika í saln­um niðri á KEX Hosteli, 14., 15., 28. og 29. sept­em­ber. Vínyll­inn verður til sölu og það verða gef­ins smokk­ar og kokteila­seðill á barn­um sem verður byggður á lagalista plöt­unn­ar. Við verðum að hafa smá gam­an að þessu. Ég veit að fólk sem fíl­ar Hips­um­haps á eft­ir að kunna að meta þetta. Ann­ars er al­veg um­talað í brans­an­um hvað það geng­ur illa að selja tón­leikamiða þannig fólk má fara hysja upp um sig bux­urn­ar. Við þurf­um að vera meira eins og Dan­ir. Stemn­ings­fólk,“ seg­ir Fann­ar. 

Lagði Hjarta er út­sett af Fann­ari Inga og Kristni Þór Óskars­syni sem leik­ur einnig á gít­ar og bassa. Text­inn er sam­inn af Fann­ari og Atla Bolla­syni. Hug­mynd­in að text­an­um á ræt­ur sín­ar að rekja í hjarta­galla sem Fann­ar greind­ist með þegar hann var lít­ill. Það var þó aðeins kveikj­an en í kjöl­farið komu önn­ur viðfangs­efni á teikni­borðið eins og ást, heilsu­kvíði og lágt sjálfs­álit sem hjálpuðu að móta karakt­er­inn í lag­inu.

Hvernig leggst vet­ur­inn í þig?

„Mjög vel. Ég er alltaf hrif­inn af vetr­in­um. Ég á af­mæli 30. októ­ber, þá verð ég 32 ára. Ég ætla bara að spila padel og leggja vel inn í reynslu­bank­ann svo næsta sum­ar verði næs.“

Þorvaldur Halldórsson.
Þor­vald­ur Hall­dórs­son.
Kristinn Þór Óskarsson.
Krist­inn Þór Óskars­son.
Upptökur fóru fram í Sundlauginni, Studio Kisa og Stereoworld í …
Upp­tök­ur fóru fram í Sund­laug­inni, Studio Kisa og St­ereoworld í Berlín. Í skips­brúnni er glæsi­leg áhöfn: Óskar Guðjóns­son spil­ar á saxó­fón, Tóm­as Jóns­son á hljóm­borð, Þor­vald­ur Hall­dórs­son á tromm­ur, Árni Kristjáns­son hrist­ir tam­búrínu og Rakel Sig­urðardótt­ir syng­ur bakradd­ir. Hljóðblönd­un var í hönd­um Arn­ars Inga Inga­son­ar og Emil Thomsen hljóm­jafnaði.
Tómas Jónsson spilar á píanó.
Tóm­as Jóns­son spil­ar á pí­anó.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Ábyrgð og úthald eru þínir styrkleikar. Dagurinn býður upp á tækifæri til að styrkja stöðu þína. Mundu samt að hlusta líka á innsæið, ekki bara rök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Ábyrgð og úthald eru þínir styrkleikar. Dagurinn býður upp á tækifæri til að styrkja stöðu þína. Mundu samt að hlusta líka á innsæið, ekki bara rök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir