Hollywood-leikkona reif upp kynhvöt Andy Cohen

Andy Cohen greindi frá skemmtilegu atviki.
Andy Cohen greindi frá skemmtilegu atviki. Skjáskot/Instagram

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Andy Cohen er þekktur fyrir að leysa frá skjóðunni í spjallþætti sínum Watch What Happens Live. Á mánudag deildi hinn viðfelldni og viðkunnanlegi sjónvarpsmaður sögu af eldheitum en platónskum kossi hans og stórleikkonunnar Jennifer Lawrence í þáttaliðnum Ask Andy. 

Lawrence, 33 ára, átti hugmyndina að kossi parsins, sem átti sér stað að loknum tökum í júní. Cohen, 55 ára, sagði áhorfendum í sjónvarpssal að hann hafi verið „mjög stressaður“ enda þætti honum Lawrence „mjög heit“, en sjálfur er Cohen opinberlega samkynhneigður. 

Eftir kossinn vildi Lawrence ólm komast að því hvort henni hefði tekist að rífa upp kynhvötina og það var þá sem spjallþáttastjórnandinn sagði: „Ég er stífur, ég er harður eins og klettur,“ og fékk það leikkonuna til þess að springa úr hlátri. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Cohen kyssir gest. Spjallþáttastjórnadinn átti heita stund með söngvaranum John Mayer í júní 2018 þegar söngvarinn hjálpaði Cohen að halda upp á fimmtugsafmæli hans í sjónvarpssal. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir