Klæðaburður eiginkonu Kanye lögreglumál á Ítalíu

Kanye West ásamt eiginkonu sinni, Biöncu Censori.
Kanye West ásamt eiginkonu sinni, Biöncu Censori. Skjáskot/Instagram

Eiginkona tónlistarmannsins Kanye West, Bianca Censori, hefur verið að gera allt vitlaust á Ítalíu að undanförnu með djörfum og ögrandi klæðaburði. Óskað hefur verið eftir því að ítalska lögreglan grípi inn í, en Censori er þekkt fyrir að klæðast efnislitlum gegnsæjum fatnaði sem hylur lítið.

Fram kemur á vef Daily Mail að lög í landinu kveði á um að hver sá sem berar sig á stað eða nálægt stað það sem ólögráða börn eru geti fengið sekt á bilinu 5 þúsund til 10 þúsund evrur, eða verið dæmdir í fjögurra mánaða til fjögurra ára fangelsisvist. 

„Óviðeigandi“ og „móðgandi“

Nú hefur ítalska lögreglan verið hvött til að skerast inn í. Myndir af parinu á Ítalíu sem birtust í vikunni hafa vakið mikla athygli og reiði, en mörgum þykir klæðnaður Censori „óviðeigandi“ og „móðgandi“ fyrir heimamenn.

 „Það kemur á óvart að hún hafi ekki verið handtekin. Ítalía er mun íhaldssamari, í þessu tilfelli með réttu!“ skrifaði einn notandi á Daily Mail Australia á meðan annar sagði: „Ég vona að Ítalíir reki þau bæði úr landinu. Landið þarf ekki á þessu pari að halda.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir