Tjáði sig um þrálátan orðróm um kynhneigð sína

Whoopi Goldberg ræddi við hlaðvarpsstjörnurnar Raven-Symoné og eiginkonu hennar Miröndu …
Whoopi Goldberg ræddi við hlaðvarpsstjörnurnar Raven-Symoné og eiginkonu hennar Miröndu Pearman-Maday. AFP

Banda­ríska leik­kon­an Whoopi Gold­berg tjáði sig ný­verið um þrálát­an orðróm sem hef­ur verið á kreiki í mörg ár um kyn­hneigð Óskar­sverðlauna­leik­kon­unn­ar. 

Gold­berg var gest­ur hjón­anna Raven-Symoné og Miröndu Pe­arm­an-Maday í hlaðvarpsþætt­in­um The Best Podcast Ever with Raven and Mir­anda á sunnu­dag og sagði Raven-Symoné leik­kon­una gefa frá sér „hinseg­in strauma“. 

Þrískil­in og fær spurn­ing­una reglu­lega

„Kon­ur hafa spurt mig að þessu svo lengi sem ég hef verið til, en ég er ekki lesbía,“ sagði Gold­berg, sem er heims­fræg fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­um á borð við Sister Act I & II, Ghost, Girl In­terrupted og The Col­or Purple. „Ég þekki marg­ar lesb­í­ur og hef leikið þær í sjón­varpi,“ sagði leik­kon­an, en spurn­ing­in kom Gold­berg ekk­ert á óvart. 

Gold­berg, 67 ára, deildi því með hjón­un­um að hún hefði þó reglu­lega þurft að setja nokkr­um hinseg­in vin­kon­um sín­um skýr mörk og þar á meðal henni Raven-Symoné, en þær sátu sam­an við spjall­borð The View frá 2015 til 2016. „Satt best að segja, þegar ég var í kring­um þig, þá fannst mér þú gefa frá þér hinseg­in strauma. Ég elskaði þig mjög mikið og vildi mikið...,“ játaði hin 37 ára gamla hlaðvarps­stjarna.

Sjálf er Gold­berg þrískil­in. Hún gift­ist fíkni­efnaráðgjaf­an­um Al­vin Mart­in árið 1973, aðeins 18 ára göm­ul og á með hon­um eina dótt­ur, Al­exöndru. Hjóna­bandið ent­ist í sex ár. Leik­kon­an gift­ist hol­lenska kvik­mynda­töku­mann­in­um Dav­id Claessen árið 1986, en þau skildu tveim­ur árum síður. Gold­berg gekk í hnapp­held­una í þriðja sinn árið 1994 og þá með leik­ar­an­um Lyle Trachten­berg, en þau skildu einnig tveim­ur árum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Í dag er góður dagur til að njóta einfaldleika. Rólegheit getur veitt mikla gleði. Þú þarft ekki að leita langt. Það sem þú þarft er nær en þú heldur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Í dag er góður dagur til að njóta einfaldleika. Rólegheit getur veitt mikla gleði. Þú þarft ekki að leita langt. Það sem þú þarft er nær en þú heldur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir