Carmen Electra afhjúpar vinsælasta líkamshlutann á OnlyFans

SANTA MONICA, CALIFORNIA - DECEMBER 06: Carmen Electra attends the …
SANTA MONICA, CALIFORNIA - DECEMBER 06: Carmen Electra attends the 2022 People's Choice Awards at Barker Hangar on December 06, 2022 in Santa Monica, California. Amy Sussman/Getty Images /AFP (Photo by Amy Sussman / GETTY IMAGES NORTH AMERICA / Getty Images via AFP) AMY SUSSMAN

Leikkonan og fyrirsætan Carmen Electra vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hún stofnaði eigin OnlyFans-reikning. Svo virðist sem henni hafi vegnað vel á miðlinum, en á dögunum afhjúpaði hún hvaða líkamshluti væri vinsælastur meðal aðdáenda hennar á OnlyFans.

Á miðlinum getur fólk selt myndir og myndskeið sem það framleiðir á rásum sínum og hafa margir nýtt miðilinn til að selja klámfengið efni. 

Í nýlegu viðtali við People segir Electra fæturna á henni vera vinsælastar á OnlyFans. „Ég fæ svo margar fótabeiðnir sem mér finnst svo fyndið. Ég er alltaf bara: „Hvað myndir þú vilja sjá mig gera við fæturna? Ætti ég að stappa á vínberjum? Setja þeyttan rjóma á þá?“,“ sagði hún. 

Áhugi á fótum Electru hefur þó lengi verið til staðar. „Í gamla daga á netinu voru síður helgaðar fótunum á mér í háum hælum. Ég rakst óvart á þær einu sinni svo ég hef alltaf vitað að þær væru til,“ útskýrði hún.

Electra, sem varð fimmtug á síðasta ári, var afar vinsæl á tíunda áratug síðustu aldar. Hún sat reglulega fyrir á forsíðu tímaritsins Playboy og fór auk þess með hlutverk í hinum vinsælu þáttum Baywatch.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka