Útrásarstjarna í nágrannaerjum

Jon Øigarden sem Jeppe Schøitt í þáttunum Útrás eða Exit.
Jon Øigarden sem Jeppe Schøitt í þáttunum Útrás eða Exit.

Norski leikarinn Jon Øigarden, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Útrás (Exit), er kominn í fjölmiðla í heimalandi sínu fyrir allt annað en leiksigra sína. Hann og eiginkona hans, Caroline Giertsen Øigarden, eru í máli við nágranna sinn. 

Hinn siðlausi Jeppe Schøitt sem Øigarden leikur í Útrás hefur líklega gerst sekur um vafasama hluti í þáttunum þar á meðal fjárdrátt og fíkniefnakaup. Nágrannerjur Øigarden í úthverfinu Nordberg snúast hins vegar um saklausara málefni eða afnotarétt af garðbletti að því fram kemur á vef Verdens Gang

Øigarden-hjónin keyptu hús sitt fyrir rúmlega 18 milljónir norskra króna árið 2017. Í fyrra fengu hjónin nýjan nágranna og þá hófst rifrildið um garðblettinn sem liggur á milli húsanna tveggja. Nágranninn á blettinn en Øigarden-hjónin eru með afnotarétt. Nýi nágranninn er ekki sáttur við þetta fyrirkomulag. 

Ekki hefur tekist að miðla málum og verður því stóra garðmálið tekið fyrir í lok september í Ósló. Øigarden-hjónin benda meðal annars á að þau hafi varið peningum í uppbyggingu á garðblettinum. Hann sé framlenging á þeirra garði og þau horfi á svæðið út um stofugluggann en nágranninn sér svæðið ekki frá sínu húsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Jill Mansell
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Jill Mansell
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir