Garner með hjartað á réttum stað

Jennifer Garner er falleg sál.
Jennifer Garner er falleg sál. AFP

Banda­ríska leik­kon­an Jenni­fer Garner er þekkt fyr­ir að vera al­veg laus við stjörnu­stæla, með hjartað á rétt­um stað og vilj­ug til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Leik­kon­an sýndi það í verki á sunnu­dag þegar hún stöðvaði bif­reið sína um leið og hún sá heim­il­is­laus­an mann í hjóla­stól á götu­horni við Santa Monica Beach í Kali­forn­íu. 

Garner, 51 árs, spjallaði við mann­inn í dágóða stund áður en hún af­henti hon­um poka með ýms­um nauðsynj­um. Leik­kon­an tók þó fljótt eft­ir því að maður­inn var ber­fætt­ur og sótti þá sokkap­ar sem hún var með í bif­reið sinni og aðstoðaði mann­inn við að klæða sig í það.  

Hún lét þó ekki kyrrt liggja og klæddi sig úr skón­um og bauð mann­in­um parið, en því miður reynd­ust þeir aðeins of litl­ir.

Garner var þó staðráðin í að redda mann­in­um skóm og var það þá sem hún tók eft­ir götu­ljós­mynd­ara sem var að fylgja henni um göt­ur Santa Monica. Leik­kon­an bauð ljós­mynd­ar­an­um pen­ing fyr­ir skóna hans en sá vildi ólm­ur taka þátt í góðverk­inu og gaf mann­in­um skóp­arið sitt sem Garner endaði á að hjálpa hon­um í. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú finnur styrk í stöðugleikanum í dag. Haltu þinni rútínu og gerðu eitthvað notalegt í kvöld. Í dag er góður dagur til að eyða tíma með fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú finnur styrk í stöðugleikanum í dag. Haltu þinni rútínu og gerðu eitthvað notalegt í kvöld. Í dag er góður dagur til að eyða tíma með fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez