Stikla: IceGuys gera allt vitlaust

Strákasveitin IceGuys mun bráðum birtast landsmönnum á sjónvarpsskjánum þar sem ný íslensk leikin þáttaröð um sveitina hefst á Sjónvarpi Símans Premium á föstudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en fyrsta stiklan í fullri lengd hefur nú verið birt og má sjá í spilaranum hér að ofan.

Lög sveitarinnar hafa fengið mikla hlustu síðustu vikur og þá tróðu þeir eftirminnilega upp í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. Karlakvintettinn skipa Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason.

Leiðin á toppinn þyrnum stráð

Þættirnir fjalla um hið nýstofnaða strákasveit IceGuys og leið þeirra á toppinn en leiðin er sannarlega þyrnum stráð, að því er fram kemur í tilkynningunni.

„Ég hef aldrei séð verkefni fá eins mikinn meðbyr, enda ertu með fimm stórstjörnur sem hafa allir fyrir löngu heillað íslensku þjóðina. Bæði strákarnir í IceGuys og framleiðslufyrirtækið Atlavík hafa unnið þrekvirki í skrifum, leik og framleiðslu. Ég hlakka til að leyfa áskrifendum okkar að njóta,“ er haft á eftir Birki Ágústssyni dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Símanum.

Þættirnir eru í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, Allans Sigurðssonar og Hannesar Þórs Arasonar í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Atlavík en handritshöfundur er enginn annar en Sóli Hólm.

Frá vinstri: Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson, Friðrik Dór …
Frá vinstri: Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson, Friðrik Dór og Rúrik Gíslason. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes