Kevin Spacey fluttur á spítala

Kevin Spacey óttaðist um hjartaheilsu sína um stund.
Kevin Spacey óttaðist um hjartaheilsu sína um stund. AFP

Flytja þurfti Kevin Spacey á spítala af ótta við að hann væri að fá hjartaáfall. Hann var staddur á kvikmyndahátíð í Úsbekistan þegar hann fór að finna fyrir doða í vinstri handlegg.

Leikarinn sem er 64 ára undirgekkst rannsóknir og í ljós kom að ekkert amaði að hjartanu. Spacey mætti á svið síðar sama kvöld og sagði aðdáendum sínum að hann væri við eðlilega heilsu.

„Þetta fékk mig til þess að hugsa hversu brothætt lífið er fyrir okkur öll. Hér átti ég óvænta lífsreynslu. Ég var að horfa á vegglistaverk og fann allt í einu hvernig annar handleggurinn varð fullkomlega máttlaus í átta sekúndur. Ég hristi þetta af mér, en sagði fólkinu sem ég var með frá þessu. Við fórum strax upp á spítala. Ég varði deginum í rannsóknir. Starfsfólkið hugsaði vel um mig og ég fór meira að segja í MRI. Allt reyndist eðlilegt og ég er þakklátur fyrir það.“

Degi fyrr hafði Spacey tilkynnt um endurkomu sína í heim kvikmyndanna. Hann sagði að hans bestu hlutverk væru framundan. Stutt er síðan að Spacey var sýknaður af ákærum um kynferðislega áreitni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir