Smith segir hjónabandinu lokið

Will Smith og Jada Pinkett Smith.
Will Smith og Jada Pinkett Smith. AFP

Leik­kon­an Jada Pin­kett Smith stend­ur á mik­il­væg­um tíma­mót­um í lífi sínu og ræddi meðal ann­ars um hjóna­band sitt og um­deilda at­vikið á Óskar­sverðlauna­hátíðinni í viðtali nú á dög­un­um.

Leik­kon­an mætti í viðtal hjá Hoda Kotb í Today á NBC vegna út­gáfu ævi­sögu sinn­ar, Wort­hy, á miðviku­dag og op­in­beraði að hún og eig­inmaður henn­ar, stór­leik­ar­inn Will Smith, væru skil­in að borði og sæng og að það væri ekki nýtt af nál­inni. Hjón­in hafa ekki sótt um lögskilnað en voru sam­kvæmt Jödu upp­gef­in á að reyna að viðhalda ástríðunni og róm­an­tík­inni.

Will og Jada hafa lifað aðskild­um líf­um síðastliðin sjö ár, en hjón­in mættu hönd í hönd á Óskar­sverðlauna­hátíðina á síðasta ári og fengu á sig mikla gagn­rýni í kjöl­far löðrungs­ins sem átti sér stað og fjall­ar Jada um at­vikið í bók­inni.

Will „varði heiður” eig­in­konu sinn­ar með því að rjúka upp á svið og slá grín­ist­ann Chris Rock eft­ir að hann sagði brand­ara sem Will þótti sær­andi. Will var í kjöl­farið bannað að mæta á hátíðina næstu tíu árin.

Jada seg­ir óljóst hvað framtíðin beri í skauti sér og að hjón­in séu enn að reikna dæmið. Hjón­in giftu sig á gaml­árs­kvöld árið 1997 og eiga tvö upp­kom­in börn, Jaden og Willow.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þú sért ekki upp á þitt besta þessa dagana tekst þér samt að hafa áhrif á aðra þannig að mál þín þokast áfram.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þú sért ekki upp á þitt besta þessa dagana tekst þér samt að hafa áhrif á aðra þannig að mál þín þokast áfram.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez