Smith segir hjónabandinu lokið

Will Smith og Jada Pinkett Smith.
Will Smith og Jada Pinkett Smith. AFP

Leikkonan Jada Pinkett Smith stendur á mikilvægum tímamótum í lífi sínu og ræddi meðal annars um hjónaband sitt og umdeilda atvikið á Óskarsverðlaunahátíðinni í viðtali nú á dögunum.

Leikkonan mætti í viðtal hjá Hoda Kotb í Today á NBC vegna útgáfu ævisögu sinnar, Worthy, á miðvikudag og opinberaði að hún og eiginmaður hennar, stórleikarinn Will Smith, væru skilin að borði og sæng og að það væri ekki nýtt af nálinni. Hjónin hafa ekki sótt um lögskilnað en voru samkvæmt Jödu uppgefin á að reyna að viðhalda ástríðunni og rómantíkinni.

Will og Jada hafa lifað aðskildum lífum síðastliðin sjö ár, en hjónin mættu hönd í hönd á Óskarsverðlaunahátíðina á síðasta ári og fengu á sig mikla gagnrýni í kjölfar löðrungsins sem átti sér stað og fjallar Jada um atvikið í bókinni.

Will „varði heiður” eiginkonu sinnar með því að rjúka upp á svið og slá grínistann Chris Rock eftir að hann sagði brandara sem Will þótti særandi. Will var í kjölfarið bannað að mæta á hátíðina næstu tíu árin.

Jada segir óljóst hvað framtíðin beri í skauti sér og að hjónin séu enn að reikna dæmið. Hjónin giftu sig á gamlárskvöld árið 1997 og eiga tvö uppkomin börn, Jaden og Willow.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson