16 ár síðan Spears krúnurakaði sig

Bók Britney Spears er væntanleg í búðir eftir helgi.
Bók Britney Spears er væntanleg í búðir eftir helgi. AFP

Bandaríska söngkonan Britney Spears er nýjasta forsíðufyrirsæta bandaríska tímaritsins People. Spears hefur ekki átt sjö dagana sæla síðastliðin ár en söngkonan var ein stærsta poppstjarna heims og sannkölluð goðsögn í dægurmenningu á tíunda áratug tuttugustu aldar. Von er á endurminningum Spears, The Woman In Me, í næstu viku og er bókarinnar beðið með eftirvæntingu. 

Í viðtali sínu við People segir hin 41 árs gamla Spears meðal annars frá atvikinu sem hneykslaði heiminn, þegar hún krúnurakaði sig árið 2007 en hún fjallar ítarlega um það í bókinni. 

„Það voru öll augu á mér frá því að ég var barn. Fólk horfði á mig, gagnrýndi mig og sagði mér skoðanir sínar á líkamanum mínum þegar ég var táningur. Það að raka af mér hárið var mín leið til að vinna úr þessu,“ sagði Spears. 

Það var í október árið 2007 sem söngkonan gekk inn á hárgreiðslustofuna Esther's Haircutting Studio í Tarzana í Kaliforníu, stuttu eftir að hafa lokið meðferð, og bað um að hún yrði krúnurökuð. Eigandi stofunnar, Esther Tognozzi, neitaði beiðni Spears sem greip þá til sinna ráða en söngkonan tók upp rakvél og krúnurakaði sig.

Götuljósmyndarar og æsiblaðamenn fylgdust með fyrir utan stofuna og voru myndir af nýja útliti Spears komnar í dreifingu aðeins mínútum síðar.  

Í kjölfarið missti Spears sjálfræði, en faðir söngkonunnar, Jamie Spears, stjórnaði fjármálum og persónulegum málum söngkonunnar þar til nýlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach