Streep og Gummer skilin að skiptum

Hjónin eru sögð hafa slitið samvistum fyrir sex árum síðan.
Hjónin eru sögð hafa slitið samvistum fyrir sex árum síðan. Samsett mynd

Stór­leik­kon­an Meryl Streep hef­ur sagt skilið við eig­in­mann henn­ar til 45 ára, mynd­höggv­ar­ann Don Gum­mer. Hjón­in sem giftu sig í sept­em­ber árið 1978 hafa ekki sótt um lögskilnað en eru sam­kvæmt fjöl­miðlum vest­an­hafs skil­in að skipt­um og búa ekki leng­ur sam­an.

Streep og Gum­mer kynnt­ust í gegn­um bróður leik­kon­unn­ar í New York und­ir lok átt­unda ára­tugs­ins. Á þeim tíma syrgði Streep and­lát kær­asta síns, leik­ar­ans John Cazale, sem lést úr lungnakrabba­meini. Streep og Gum­mer gengu í hjóna­band aðeins sex mánuðum eft­ir fyrstu kynni þeirra á heim­ili for­eldra henn­ar.

Banda­rísk­ir fjöl­miðlar höfðu gert greint frá því að ekki væri allt með felldu í hjóna­band­inu en þau Streep og Gum­mer höfðu ekki sést op­in­ber­lega sam­an síðan á Óskar­sverðlauna­hátíðinni árið 2018. Gum­mer sást reglu­lega við hlið eig­in­konu sinn­ar á hinum ýmsu verðlauna­hátíðum í gegn­um árin.

Hjón­in eiga fjög­ur upp­kom­in börn og tvö barna­börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir átta sig ekki á því hvað þú ert að fara eða misskilja þig alfarið. Stjörnurnar greiða leið þína þegar þú leitar þér sálrænnar hjálpar. Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir átta sig ekki á því hvað þú ert að fara eða misskilja þig alfarið. Stjörnurnar greiða leið þína þegar þú leitar þér sálrænnar hjálpar. Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir