Huldukonan sem hitti Perry degi fyrir andlát hans

Fyrirsætan Athenna Crosby segist vera ein af síðustu manneskjunum sem …
Fyrirsætan Athenna Crosby segist vera ein af síðustu manneskjunum sem hitti leikarann Matthew Perry áður en hann lést. Samsett mynd

Huldukonan sem sást með leikaranum Matthew Perry degi fyrir andlát hans hefur nú stigið fram og opnað sig í kjölfar þess að ljósmyndir af þeim fóru í dreifingu í fjölmiðlum. 

Hin 25 ára gamla fyrirsæta Athenna Crosby steig fram á Instagram á þriðjudag og sagði að hún væri „ein af síðustu manneskjunum“ sem sá og talaði við Perry áður en hann fannst látinn á heimili sínu síðastliðinn laugardag. 

„Ég ætlaði ekki að tala um þetta ... “

„Ég ætlaði ekki að tala um þetta en það sem ég vil segja er að ég fékk þann heiður að þekkja Matthew persónulega. Ég er svo niðurbrotin eftir andlát hans en fannst lélegt að tala um það opinberlega þar sem athyglin ætti ekki að beinast að mér heldur frekar að honum og arfleið hans. Hann var prívat manneskja og ég bar alltaf virðingu fyrir því í vináttu okkar,“ skrifaði Crosby við svarthvíta mynd af Perry sem hún birti á Instagram. 

Crosby og Perry hittust í hádeginu degi áður en hann lést og snæddu hádegisverð á Bel-Air hótelinu í Los Angeles.

„Ég vil leggja áherslu á að Matthew var í mjög góðu skapi og talaði við mig um það sem var framundan hjá honum. Hann var svo glaður of hress,“ sagði hún um hitting þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson