Rúrik mætti í hrekkjavökupartí Heidi Klum

Rúrik Gíslason mætti í hrekkjavökupartí til Heidi Klum í New …
Rúrik Gíslason mætti í hrekkjavökupartí til Heidi Klum í New York-borg á þriðjudaginn. Samsett mynd

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Rúrik Gísla­son var meðal gesta í stjörn­um prýddu hrekkja­vökupar­tíi of­ur­fyr­ir­sæt­unn­ar Heidi Klum sem haldið var síðastliðinn þriðju­dag í New York-borg.

Á ári hverju held­ur hrekkja­vöku­drottn­ing­in glæsi­legt partí fyr­ir ríka og fræga fólkið sem er þekkt fyr­ir að tjalda öllu til fyr­ir viðburðinn. Sjálf fer Klum alla leið á hrekkja­vök­unni, en í ár klæddi hún sig upp sem gríðar­stór pá­fugl. 

Með heit­ustu TikT­ok-stjörn­um heims

Rúrik birti mynd­ir úr par­tí­inu á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um, en hann stillti sér meðal ann­ars upp með heit­ustu TikT­ok-stjörn­um heims, þeim Tim Schaecker og Jacob Rott sem eru hluti af stráka­band­inu Elevator Boys.

Hann hitti einnig Klum og eig­in­mann henn­ar, Tom Kaulitz, sem mætti sem pá­fugla­egg. Sjálf­ur mætti Rúrik sem vampíra í par­tíið.

Tim Schaecker, Rúrik og Jacob Rott.
Tim Schaecker, Rúrik og Jacob Rott. Skjá­skot/​In­sta­gram
Rúrik hitti Heidi Klum í partíinu.
Rúrik hitti Heidi Klum í par­tí­inu. Skjá­skot/​In­sta­gram
Eiginmaður Heidi Klum, Tom Kaulitz.
Eig­inmaður Heidi Klum, Tom Kaulitz. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Létt samskipti verða þér lyftistöng. Finndu eitthvað að hlæja að og deildu gleði með öðrum. Lífið þarf ekki að vera alvarlegt til að vera skemmtilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Létt samskipti verða þér lyftistöng. Finndu eitthvað að hlæja að og deildu gleði með öðrum. Lífið þarf ekki að vera alvarlegt til að vera skemmtilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir