Davíð tekur auðmjúkur við keflinu af Matta í Hatara

Davíð Þór Katrínarson á sviðinu á Iceland Airwaves á fimmtudaginn.
Davíð Þór Katrínarson á sviðinu á Iceland Airwaves á fimmtudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Davíð Þór Katrín­ar­son er nýr liðsmaður í Hat­ara. Eft­ir langt og strangt inn­töku­ferli var hann val­inn sem arftaki Matth­ías­ar Tryggva Har­alds­son­ar sem sem hef­ur snúið sér að öðrum verk­efn­um. Davíð kom fram í fyrsta sinn í nýju hlut­verki á Ice­land Airwaves-tón­list­ar­hátíðinni á fimmtu­dag­inn.

„Þetta var langt ferli. Ég vissi að það væri stöðugildi inn­an Svika­myllu ehf. sem þyrfti að fylla og sótti um stöðuna. Ég afsalaði Svikamyllu rétti á eigin röddu og líkindum og eft­ir marg­ar um­ferðir af viðtöl­um og hverskyns viðhorfs­könn­un­um tók stjórn­in þá ákvörðun að ég væri hæf­ast­ur í starfið, eftir að hafa sigrað píp-testið. Það eru mjög spenn­andi tím­ar framund­an. Ég tek auðmjúk­ur við kefl­inu,“ seg­ir Davíð.

Davíð er menntaður leik­ari og hef­ur starfaði í tónlist síðastliðin 15 ár. Nú á hins veg­ar Hat­ara-verk­efnið hug hans all­an. „Ég kem inn sem flytj­andi en líka með list­ræna inn­spýt­ingu. Það er mikið af nýju efni á leiðinni,“ seg­ir Davíð.

Hvernig leið þér á tón­leik­un­um í gær?

„Þetta var bara frá­bært, það var mjög gam­an að spreyta sig á þessu. Þetta gekk allt sam­kvæmt áætl­un.“

Hvað gerðir þú eft­ir tón­leik­ana?

„Ég fór heim eft­ir tón­leika, fór að sofa og vaknaði mjög hress í morg­un. Ég er samn­ings­bund­inn að lifa eins heil­brigðu líferni og kost­ur er.“

Varstu aðdá­andi áður en þú byrjaðir að koma fram með Hat­ara?

„Já, ég hef verið aðdá­andi Hat­ara og Svika­myllu ehf. og finnst þau hafa unnið mjög gott starf síðan 2016. Bæði póli­tískt starf og fé­lags­starfið er einnig gott, þau gefa mikið til baka til sam­fé­lags­ins,“ seg­ir Davíð.

Davíð er með míkrófóninn en fyrir framan hann dansar Sólbjört …
Davíð er með míkrófóninn en fyrir framan hann dansar Sólbjört Sigurðardóttir sem einnig er í Hatara. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Klemens Hannigan í Hatara á Iceland Airwaves.
Klemens Hannigan í Hatara á Iceland Airwaves. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt rétt sé að gefa sértíma til að kanna málavöxtu, kemur alltaf að því að það verður að taka ákvörðun. Mundu að leyfa vinum að njóta sólskinsins með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt rétt sé að gefa sértíma til að kanna málavöxtu, kemur alltaf að því að það verður að taka ákvörðun. Mundu að leyfa vinum að njóta sólskinsins með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir