Auglýsti tónleikaferðalagið á óvenjulegan máta

Jared Leto er mikill áhættufíkill að eigin sögn.
Jared Leto er mikill áhættufíkill að eigin sögn. Samsett mynd

Leik- og söngvarinn Jared Leto varð á dögunum fyrstur manna til að klifra löglega upp eftir Empire State-byggingunni í New York. Ástæða klifursins var einföld, að kynna væntanlegt tónleikaferðalag hljómsveitarinnar 30 Seconds to Mars. Leto er forsprakki sveitarinnar.  

Leto, sem er 51 árs, kleif hinn 102-hæða skýjakljúf, sem er staðsettur á gatnamótum Fifth Avenue og 34th Street, á fimmtudagsmorgun íklæddur skærappelsínugulum samfestingi og með viðeigandi öryggisbúnað.

Leikarinn klifraði allar hæðirnar eins og ekkert væri eðlilegra og heilsaði móður sinni á leiðinni upp, en hún sat við glugga á 80. hæð skýjakljúfursins og studdi uppátæki sonar síns.

View this post on Instagram

A post shared by BBC News (@bbcnews)

View this post on Instagram

A post shared by JARED LETO (@jaredleto)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson