Kimmel snýr aftur sem kynnir

Jimmy Kimmel snýr aftur á svið Dolby-hallarinnar.
Jimmy Kimmel snýr aftur á svið Dolby-hallarinnar. AFP

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snýr aftur sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnendum Óskarsakademíunnar. 

„Við erum himinlifandi með að Jimmy ætli að snúa aftur sem kynnir Óskarsverðlaunanna og einnig að eiginkona hans, Molly Kimmel, komi aftur sem aðalframleiðandi hátíðarinnar,“ sögðu þau Bill Kramer, forstjóri akademíunnar og Janet Yang, forseti akademíunnar. „Við erum innilega þakklát Jimmy, Molly og þeirra öfluga samstarfshópi fyrir að fara í þetta heljarinnar ferðalag með okkur eina ferðina enn. 

Þetta verður í fjórða sinn sem Kimmel stígur á svið í Dolby-höllinni sem kynnir, en grínistinn steig fyrst á svið árið 2017 þegar heljarinnar mis­tök­ urðu við af­hend­ingu verðlaun­anna fyr­ir bestu kvik­mynd­ina. Mynd­in La La Land var til­kynnt sem sig­ur­veg­ari í stað Moon­lig­ht. Kimmel sneri þó aftur 2018 og 2023. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson