Nýtt útlit Harry Styles veldur usla

Harry Styles er þekktur fyrir sjarmerandi hárgreiðslu sem hefur heillað …
Harry Styles er þekktur fyrir sjarmerandi hárgreiðslu sem hefur heillað ófáa í gegnum árin. AFP/Valerie Macon

Tónlistarmaðurinn og sjarmurinn Harry Styles kom aðdáendum sínum verulega á óvart í vikunni þegar hann rakaði af sér hárið. Aðdáendur hans virðast hafa mikla skoðun á nýja útlitinu og eru margir hverjir alls ekki sáttir. 

Styles frumsýndi nýja lúkkið í tilkynningu frá snyrtivörumerki hans Pleasing á Instagram. „Stofnandinn okkar, Harry Styles, fagnar kynningu á Pleasing ilmum með vinum í Lundúnum. Nóvember, 2023,“ stóð í myndatextanum, en það vakti mikla athygli að slökkt hafði verið á athugasemdum.

„Ég bókstaflega titra ... “

Þrátt fyrir það voru aðdáendur hans ekki lengi að segja skoðun sína á nýja lúkkinu. „Ég bókstaflega titra, vinsamlegast eyðið þessu,“ tísti einn á meðan annar krafðist þess að hann myndi taka nýja lúkkið til baka.

Þótt margir hafi verið ósáttir við ákvörðun Styles að raka af sér hárið voru þó nokkrir heillaðir af nýja lúkkinu. „Hann lítur allt öðruvísi út en hann er flottur,“ tísti einn á meðan annar skrifaði í hástöfum: „ÉG VISSI AÐ ÞÚ MYNDIR ENN VERA HEITUR.“

View this post on Instagram

A post shared by Pleasing (@pleasing)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir