Hafdís fetar í fótspor Kleina og tekur samfélagsmiðlapásu

Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir og Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son hafa bæði ákveðið …
Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir og Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son hafa bæði ákveðið að taka sér pásu frá samfélagsmiðlum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Einkaþjálfarinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir ætlar að feta í fótspor unnusta síns Kristjáns Einars Sigurbjörnssonar, betur þekktur sem Kleini, og hefur ákveðið að taka sér samfélagsmiðlapásu. 

Hafdís og Kleini hafa verið áberandi í fjölmiðlum frá því neistinn kviknaði á milli þeirra fyrr á árinu, en núna eru þau trúlofuð.

Fyrr í dag birti Hafdís færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún sagðist ætla í samfélagsmiðlapásu, rúmum fjórum mánuðum eftir að Kleini greindi frá því sama á sínum miðlum. 

„Lífið þessa dagana. Verð lítið sem ekkert virk hérna næstu vikur enda náum við varla að taka pissupásur frá verkefnum dagsins með stórfjölskyldunni okkar! En markmiðin eru skýr og verkefnin stór svo við höldum áfram að takmarka áreitið, samfélagsmiðla og óþarfa tímaþjófa. Verð þó ennþá með fb og símann opinn og við látum vita af okkur inn á milli svo hægt sé nú að smjatta á einhverju enda ömurlegt að geta ekki búið til slúður út frá engum fréttum. Viðurkenni að það er búið að vera svakalega frelsandi að sleppa tökunum á samfélagsmiðlum og langar að hvetja aðra til þess! Þar til næst,“ skrifaði hún.

View this post on Instagram

A post shared by Hafdís Björg (@hafdisbk)

„Ég var með stór plön en svo kynntist ég þér“

Í júlí síðastliðnum sagði Kleini frá því að hann ætlaði að taka algjöra pásu frá samfélagsmiðlum næstu sex til tólf mánuðina til þess að einbeita sér að markmiðum sínum og fjölskyldu. 

„Til þess að ná sínum markmiðum og koma sér á þann stað sem manni dreymir um þá má ekkert trufla hugann. Ég var með stór plön en svo kynntist ég þér og plönin með þér urðu betri og stærri.  Sem sagði mér að ég þyrfti meiri FOCUS! Því draumurinn skal rætast.

Social Media tekur frá mér 2-3 klukkustundir á dag, það eru klukkustundir sem ég gæti verið að nýta í að vinna í átt að draumnum. Og það er það sem ég ætla að gera! Næstu 6 mánuðir til 1 ár fara í 100% harða vinnu og focus og á meðan þeim tíma stendur verð ég ekki á Social Media á neinu tagi. Núna skrái ég mig út því grind mode er komið í gang. Það verður ekki hægt að ná á mér, sjáumst,“ skrifaði Kleini við færsluna sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir