Sunneva tjaldaði öllu til fyrir Bruce

Sunneva Einarsdóttir og hundurinn hennar, Bruce Wayne, voru glæsileg í …
Sunneva Einarsdóttir og hundurinn hennar, Bruce Wayne, voru glæsileg í afmælisveislunni í gær. Samsett mynd

Áhrifa­vald­ur­inn Sunn­eva Ein­ars­dótt­ir tjaldaði öllu til í gær þegar besti vin­ur henn­ar, hund­ur­inn Bruce Wayne, átti af­mæli. Bruce er af teg­und­inni Tibetian Spaniel og varð í gær 11 ára.

Sunn­eva hélt glæsi­legt af­mæl­is­boð í til­efni dags­ins og dekraði al­menni­lega við Bruce. Þau klæddu sig bæði upp fyr­ir veisl­una, en Bruce skartaði of­urkrútt­legri silf­ur­litaðri slaufu í til­efni dags­ins sem var í stíl við blöðrurn­ar og af­mæl­is­hatt­ana. 

Bruce er vel kunn­ug­ur fylgj­end­um Sunn­evu enda hef­ur hann verið stór part­ur af lífi henn­ar og sést oft á mynd­um og í mynd­bönd­um sem hún birt­ir.

Sunneva og Bruce þegar hann var lítill hvolpur.
Sunn­eva og Bruce þegar hann var lít­ill hvolp­ur. Skjá­skot/​In­sta­gram

Hæst­ánægður með af­mæl­is­kök­una

Það var að sjálf­sögðu boðið upp á af­mæl­is­köku og kerti í veisl­unni, en Bruce fékk þó sína eig­in köku úr lifrapylsu og rjóma. Af mynd­um að dæma virðist Bruce hafa verið hæst­ánægður með vel heppnaða af­mæl­is­veislu, en rjóm­inn virðist hafa hitt beint í mark.

Sunn­eva birti myndaröð frá deg­in­um á In­sta­gram með yf­ir­skrift­inni: „Besti vin­ur minn í öll­um heim­in­um í 11 ár í dag. Til ham­ingju með af­mælið Bruce Wayne, elska þig alltaf.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Dagurinn getur vakið tilfinningar sem þú hélst að væru horfnar. Ekki streitast á móti því sem kemur upp. Í því býr dýrmæt innsýn sem getur orðið mikilvæg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Dagurinn getur vakið tilfinningar sem þú hélst að væru horfnar. Ekki streitast á móti því sem kemur upp. Í því býr dýrmæt innsýn sem getur orðið mikilvæg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir