„Ekki taka þig í gegn í janúar“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hjá mörg­um fer hreyf­ing ansi aft­ar­lega á verk­efna­list­ann í des­em­ber, enda er álagið alla jafna mikið og nóg um að vera. Til að bæta upp hreyf­ing­ar­leysið er ekki óal­gengt að fólk setji sér stór mark­mið fyr­ir kom­andi ár og ætli að taka sig í gegn í janú­ar. Þjálf­ar­an­um Indíönu Nönnu Jó­hanns­dótt­ur er það mikið hjart­ans mál að snúa þess­um hugs­un­ar­hætti við, enda sé sjald­an jafn mik­il­vægt fyr­ir fólk að hreyfa og næra sig eins og á álagspunkt­um sem þess­um. 

    Í til­efni af því að fyrsta helg­in í aðvent­unni er geng­in í garð deildi Indí­ana skot­heldri 30 mín­útna æf­ingu með les­end­um úr æf­ingar­pró­grammi henn­ar sem til­valið er að taka með henni um helg­ina. Þá gef­ur Indí­ana les­end­um einnig góð ráð til að halda í æf­ingar­útín­una og næra sig vel yfir hátíðirn­ar.

    Indí­ana er þjálf­ari, mamma og mat­gæðing­ur sem hef­ur mikla ástríðu fyr­ir því að ein­falda hreyf­ingu og mataræði fyr­ir fólki. Hún er stofn­andi og yfirþjálf­ari GoMo­ve Ice­land sem opnaði æf­inga­stöð í Kárs­nes­inu í fe­brú­ar síðastliðnum. Hún hef­ur alla tíð haft áhuga á hreyf­ingu og spilaði hand­bolta alla sína æsku. Ástríðan fyr­ir styrkt­arþjálf­un og mataræði kviknaði hins veg­ar þegar hún var tví­tug að læra lög­fræði í há­skól­an­um, en þá lagði hún hand­bolta­skóna á hill­una og fór að fikra sig áfram sjálf í æf­ing­um og eld­hús­inu.  

    „Ef ekki fyr­ir lík­amann þá helst fyr­ir haus­inn“

    „Í des­em­ber er mikið um ánægju­leg hátíðar­höld og hitt­inga en á sama tíma er líka mikið um skila­fresti í vinnu eða skóla og álagið því mikið. Tím­inn virðist oft líða hraðar í des­em­ber og þá er alltaf auðveld­ara að setja okk­ur og hvað þá æf­ingar­útín­una okk­ar aft­ast á verk­efna­list­ann. Við höf­um ekki all­an tím­ann í heim­in­um til að æfa og ein­hvern veg­inn fer okk­ar „self care“ oft fyrst út þegar það er mikið að gera,“ seg­ir Indí­ana.

    „Það er ein­mitt á álagspunkt­um sem það er allra mik­il­væg­ast að næra okk­ur og styrkja, ef ekki fyr­ir lík­amann þá helst fyr­ir haus­inn. Þá erum við heilt yfir sjálfs­ör­ugg­ari, orku­meiri og bara al­mennt meira til í allt sem hang­ir á verk­efna­list­an­um. Það er líka al­gjör stemn­ing að æfa í kring­um jól­in og fer þetta allt sam­an svo vel sam­an, hátíðar­höld og ánægju­leg æf­ingar­útína sem pass­ar inn í planið okk­ar,“ bæt­ir hún við. 

    Indí­ana hef­ur starfað sem þjálf­ari í nokk­urra ára skeið, en aðspurð seg­ist hún sjá mun á aðsókn þegar pest­irn­ar byrja að ganga í kring­um haustið og vet­ur­inn. „Þá detta marg­ar út í 1-2 vik­ur, sem er auðvitað eðli­legt og þá er mik­il­vægt að koma ró­lega til baka og byggja aft­ur upp þol hægt og ró­lega. Svo er eitt­hvað um að fólk sé að ferðast, en það er svo sem á öðrum tím­um líka,“ út­skýr­ir hún. 

    Að sögn Indíönu er mikil stemning sem fylgir því að …
    Að sögn Indíönu er mik­il stemn­ing sem fylg­ir því að æfa yfir hátíðirn­ar.

    „Alltaf í eitt­hvað“ í stað „allt eða ekk­ert“

    Marg­ir glíma við svo­kallað „allt eða ekk­ert“ hug­ar­far og þá sér­stak­lega í kring­um hátíðirn­ar, hvort sem það kem­ur að hreyf­ingu eða mataræði. „Ég er gríðarlega hrif­in af því að skipta „allt eða ekk­ert“ hugs­un­inni út fyr­ir „alltaf eitt­hvað“ pæl­ing­unni, hún er raun­hæf­ari fyr­ir flesta. Þannig í staðinn fyr­ir að ætla sér um of og vera síðan svekkt yfir því að eitt­hvað gangi ekki full­kom­lega upp er gott að sýna sér sjálfsmildi og vita að ein æf­ing sem þú slepp­ir eða ein nær­ing­arsnauð máltíð er ekki að fara skipta máli í stóra sam­heng­inu,“ seg­ir hún. 

    „Mér þykir fátt betra en góður mat­ur og hvað þá í góðra vina hópi. Jóla­hátíðin er ynd­is­leg mat­ar­hátíð sem er hægt að njóta í botn. Það er rými fyr­ir all­an mat en eins og við flest kannski vit­um er gott að huga al­mennt að nær­ingu mat­ar og inni­haldi. Ef stærsti hluti mataræðis­ins er nær­ing­ar­rík fæða er um að gera að njóta þess að fá sér sör­ur, malt og app­el­sín eða ris a la mande eft­ir jóla­steik­ina. Mat­ur og mat­ar­upp­lif­an­ir eru svo stór hluti af líf­inu, það væri synd ef við mynd­um ekki njóta þess,“ bæt­ir hún við. 

    Spurð hvort hún hafi ráð fyr­ir þá sem upp­lifa matará­hyggj­ur og sam­visku­bit um jól­in mæl­ir Indí­ana með því að fólk taki eina máltíð í einu. „Núllstilltu þig og byrjaðu bara á ein­um kafla í staðinn fyr­ir að velta þér upp úr allri bók­inni strax. Byrjaðu á að skoða fyrstu máltíð dags­ins og hafðu hafa eins nær­ing­ar­ríka og þú get­ur. Hugaðu vel að sam­setn­ingu orku­efn­anna –prótein, kol­vetni og fita – og seddu. Oft leiða þess­ir litlu hlut­ir svo af sér eitt­hvað stærra og meira. Því fleiri já­kvæðar upp­lif­an­ir sem þú átt í tengsl­um við hreyf­ingu og mataræði því lík­legra er að þú hald­ir áfram og virki­lega njót­ir þess að huga að heils­unni,“ út­skýr­ir hún. 

    Indíana er mikill matgæðingur og þykir gaman að nostra við …
    Indí­ana er mik­ill mat­gæðing­ur og þykir gam­an að nostra við mat­inn sinn. Hún legg­ur áherslu á að fólk njóti sín um jól­in.

    Vill geta mætt nýja ár­inu af yf­ir­veg­un og til­hlökk­un

    Indí­ana vill hvetja til um­hugs­un­ar þegar kem­ur að klass­ísku janú­ar átök­un­um. Það er eins ástæðan fyr­ir því að hún ætl­ar að vera með heilsu­áskor­un í des­em­ber, sem marg­ir myndi sjá fyr­ir sér í janú­ar.

    „Mig lang­ar ekk­ert meira en að fólk geti mætt nýja ár­inu af yf­ir­veg­un en líka til­hlökk­un, frek­ar en að setja of mikla pressu á sig í janú­ar yfir því að þurfa nú að fara að „taka sig í gegn“. Hreyf­ing, nær­ing­ar­rík og bragðgóð fæða, betri svefn og önn­ur mik­il­væg atriði eiga al­mennt að vera gleðiefni og eitt­hvað sem við sækj­um í, ekki leiðin­legt heima­verk­efni eða eitt­hvað sem við ger­um til að „refsa“ okk­ur,“ seg­ir hún. 

    „Þetta er ná­kvæm­lega ástæðan fyr­ir því að ég ætla að vera með heilsu­áskor­un núna í des­em­ber. Ég vil að þú haf­ir eitt­hvað stutt, skemmti­legt, ein­falt og hvetj­andi til að auðvelda þér lífið í des­em­ber. Svona áskor­un mun auka til muna lík­urn­ar á að þú náir mark­visst að taka frá smá tíma fyr­ir þig til að styrkja þig og huga að heils­unni,“ seg­ir hún að lok­um.

    Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um heilsuáskorun Indíönu á …
    Hægt er að nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar um heilsu­áskor­un Indíönu á heimasíðu GoMo­ve.
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Krabbi

    Sign icon Þér lætur vel að leiða aðra í starfi. Snöggt námskeið gæti hjálpað þér við að tileinka þér nýja færni sem sparar þér tíma.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Torill Thorup
    2
    Satu Rämö
    3
    Sigrún Elías­dótt­ir
    4
    Lotta Lux­en­burg
    5
    Jón­ína Leós­dótt­ir
    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Krabbi

    Sign icon Þér lætur vel að leiða aðra í starfi. Snöggt námskeið gæti hjálpað þér við að tileinka þér nýja færni sem sparar þér tíma.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Torill Thorup
    2
    Satu Rämö
    3
    Sigrún Elías­dótt­ir
    4
    Lotta Lux­en­burg
    5
    Jón­ína Leós­dótt­ir