Valskan hennar Nönnu endurprentuð

Saga Völku er grípandi og áhrifarík enda vendingarnar stundum lyginni …
Saga Völku er grípandi og áhrifarík enda vendingarnar stundum lyginni líkastar,“ segir um Völskuna eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Formóðir lifnar við Valskan heitir ný skáldsaga eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valskan, eftir Nönnu Rögnvaldardóttur, hefur fengið fantagóðar viðtökur hjá lesendum. Nanna, sem er ein þekktasta matardrottning landsins, kom lesendum því mikið á óvart með sinni fyrstu skáldsögu. Bókin þykir æði krassandi, sorgleg og spennandi. Nú er búið að prenta annað upplag af Völskunni. 

„Fljótlega varð ljóst að endurprenta þyrfti bókina og fleiri eintök bárust loks til landsins í síðustu viku. Það ættu því allir að geta eignast þessa dásamlegu bók og notið þess að lesa um ástir og örlög prestsdótturinnar Valgerðar Skaftadóttur í jólafríinu,“ segir í fréttatilkynningu frá Forlaginu. 

Eldhúsgyðjan Nanna Rögnvaldardóttir sýnir á sér nýjar hliðar sem skáldsagnahöfundur.
Eldhúsgyðjan Nanna Rögnvaldardóttir sýnir á sér nýjar hliðar sem skáldsagnahöfundur.

Saga Valgerðar, sem alltaf er kölluð Valka, er stórbrotin. Hún kemur víða við á þeim rúmu 30 árum sem greint er frá í bókinni, flyst óhikað milli landshluta og er þar að auki meðal fyrstu kvenna sem boðið er að stunda nám í Danmörku. Hún upplifir fjölmarga stórviðburði, lendir til dæmis á vergangi í móðuharðindunum, og kemst í kynni við ýmsa sem áttu eftir að setja mark sitt á söguna. Umfram allt er þetta þó persónuleg saga sterkrar konu sem fylgdi hjartanu. Mennirnir sem Valka féll fyrir þóttu ekki alltaf heppilegir kostir og sorgin knúði ítrekað dyra en hún tókst á við forlögin af einstakri seiglu og útsjónasemi. Frásögnin er létt og leikandi, söguþráðurinn spennandi og þótt sagan sé harmræn á köflum er húmorinn aldrei langt undan.

Nanna byggir frásögnina á lífi formóður sinnar sem fæddist árið 1762 og átti ævintýralegt lífshlaup. Nanna lá yfir heimildum um Valgerði og ætlaði sér að skrifa ævisögu hennar en áttaði sig síðan á því að hún væri með í höndunum efnivið í frábæra sögulega skáldsögu þar sem hún gæti spunnið í þær eyður sem óhjákvæmilega verða þegar æviferill er rakinn í gegnum ríflega 200 ára gamlar heimildir. Viðtökur bókarinnar sýna og sanna að sú ákvörðun var greinilega rétt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir