Leit út eins og „kýklópur“ eftir lýtaaðgerð

Sharon Osbourne segir að það versta sem hún hafi gert …
Sharon Osbourne segir að það versta sem hún hafi gert hafi verið að fara í lýtaraðgerð á andlitinu á sér árið 2021. Ljósmynd úr safni

Sharon Osbourne segir að það versta sem hún hafi gert hafi verið að fara í lýtaaðgerð á andlitinu árið 2021.

Osbourne, fyrrverandi dómari í America's Got Talent og eiginkona rokkstjörnunnar Ozzy Osbourne, þekkir vel til ýmissa fegrunaraðgerða en hún hefur notað bótox, fylliefni, farið í magaermi, stækkað brjóstin og fleira. Hún segir þó í viðtali við the Times of London að andlitslyftingin sem hún fór í árið 2021 hafi gengið of langt.

„Ég leit út eins og kýklópur [eineygðar ófreskjur í grískri goðafræði]. Ég var með annað auga hér og eitt auga þar og munnurinn minn var allur skakkur, og svo þurfti ég að bíða eftir að þetta lagaðist áður en ég gat farið til baka og látið laga þetta,“ segir Osbourne.

CNN greinir frá.

Léttist um rúmlega 19 kíló

Hún kveðst hafa farið í aðgerðirnar af hégómaskap.

„Ó, þú lítur vel út miðað við aldur þinn,“ sagði hún við the Times og London. „En ég veit hvernig ég lít út í raun og veru. Þegar ég lít í spegil sé ég hvernig ég raunverulega er,“ bætti hún við.

Osbourne talaði einnig um notkun sína á sykursýkislyfinu Ozempic og nefndi að eiginmaður hennar og sonur væru orðnir áhyggjufullir vegna þess að þeir telja að hún borði ekki nóg.

„Það voru allir á því og ég hugsaði: „Jæja, ég ætla að fá smá af þessu.“ Og svo er þetta niðurstaðan,“ sagði hún. „Það er ár í desember síðan ég byrjaði í megrun og ég hef misst 42 pund (rétt rúmlega 19 kíló). Ég virðist ekki geta þyngt mig aftur, sem er lúxus, en það er líka eins og: „Gættu að því hvers þú óskar þér.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir