Sakar Vin Diesel um kynferðisbrot á hóteli

Vin Diesel á frumsýningu Fate of the Furious í Berlín …
Vin Diesel á frumsýningu Fate of the Furious í Berlín fyrir nokkrum árum síðan. AFP

Has­ar­mynda­leik­ar­inn Vin Diesel hef­ur verið sakaður um kyn­ferðis­brot gagn­vart aðstoðar­konu sinni á hót­el­her­bergi í banda­rísku borg­inni Atlanta fyr­ir rúm­um ára­tug síðan.

Kon­an höfðaði mál gegn leik­ar­an­um í gær.

Málið er það nýj­asta sem er höfðað í dóm­stól­um í rík­inu Kali­forn­íu eft­ir að samþykkt voru lög um að lengri tími megi líða þar til höfðuð séu mál tengd meint­um kyn­ferðis­brot­um.

Inni á hót­elsvítu

Asta Jonas­son sagði að fyrsta verk­efnið henn­ar eft­ir að hún var ráðin til starfa af fyr­ir­tæki Diesels hefði verið að ferðast til Atlanta í sept­em­ber árið 2010 á meðan á tök­um stóð á mynd­inni Fast Five.

Þar átti hún að hjálpa Diesel við að yf­ir­gefa hót­el sitt snemma morg­uns eft­ir að marg­ar kon­ur höfðu dvalið inni á svítu hans, en pap­arazzi-ljós­mynd­ar­ar höfðu frétt af því hvar hann dvaldi.

„Ein inni á hót­elsvítu með hon­um réðst Vin Diesel kyn­ferðis­lega á Jonas­son. Vin Diesel tók utan um hana með valdi, greip í brjóst­in á henni og kyssti hana. Jonas­son reyndi ít­rekað að losna und­an hon­um og sagði hvað eft­ir annað nei,” seg­ir í dóms­kjöl­um.

„Vin Diel­sel gekk þá enn lengra í árás sinni,” sagði þar einnig og nefnt er að leik­ar­inn hefði reynt að tosa niður nær­bux­ur aðstoðar­konu sinn­ar.

Fram kem­ur að Jonas­son hefði flúið inn á baðher­bergi og elti Diesel hana þangað og neyddi hana til að snerta hann. Hann ýtti henni síðan upp við vegg og fróaði sér.

Rek­in dag­inn eft­ir

Dag­inn eft­ir er Sam­an­tha Vincent, syst­ir leik­ar­ans og for­seti afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins One Race sem réði Jonas­son, sögð hafa hringt og rekið hana.

„Skila­boðin voru skýr. Jonas­son var rek­in fyr­ir að hafa af hug­rekki bar­ist gegn kyn­ferðis­árás Vin Diesels. Vin Diesel skyldi vernda og hylma átti yfir kyn­ferðis­brot hans,” sagði í dóms­kjal­inu.

Lögmaður Diesels seg­ir skjól­stæðing sinn neita ásök­un­un­um al­farið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það skiptir öllu máli að halda ró sinni þegar á móti blæs. Fáðu gagnrýnina upp á yfirborðið, aðeins þannig getur þú kveðið hana í kútinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það skiptir öllu máli að halda ró sinni þegar á móti blæs. Fáðu gagnrýnina upp á yfirborðið, aðeins þannig getur þú kveðið hana í kútinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Lotta Lux­en­burg