Rúrik vann þýska sirkuskeppni með brotna hönd

Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sigraði sirkuskeppni í …
Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sigraði sirkuskeppni í Þýskalandi! Samsett mynd

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­mann­in­um og IceGuys-stjörn­unni Rúrik Gísla­syni er margt til lista lagt en hann gerði sér lítið fyr­ir og sigraði í sirku­skeppni í þýska sjón­varpsþætt­in­um Stars in the Menè­ge – með brotna hönd!

Í byrj­un des­em­ber var greint frá því á mbl.is að Rúrik hefði brotið á sér hönd­ina við upp­tök­ur á sjón­varpsþætt­in­um. At­vikið átti sér stað þar sem hann lá á gólf­inu og hélt á manni, en við það gaf hönd­in sig og brotnaði. Hann fór því beint upp á spít­ala og fékk gifs.

Breyttu rútín­unni eft­ir óhappið

„Sirku­skeppni? Af hverju ekki! Í gær var þýski sjón­varpsþátt­ur­inn Stars in the Menè­ge sýnd­ur á @sat.1. Ég var meðal kepp­enda og skemmti mér kon­ung­lega. Því miður braut ég á mér hönd­ina á æf­ingu fyr­ir þætt­ina en við náðum að breyta rútín­unni og halda áfram. Við enduðum meira að segja á því að vinna,“ út­skýr­ir Rúrik í in­sta­gram­færslu sem hann birti í kjöl­far sig­urs­ins.

Með færsl­unni birti hann myndaröð frá keppn­inni, en á fyrstu mynd­inni má sjá Rúrik halda á og kyssa gríðar­stór­an bik­ar með sirk­u­stjaldi sem hvíl­ir á brotnu hend­inni. Þá má einnig sjá mynd­band af atriðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Dagurinn krefst sveigjanleika. Það sem virtist öruggt getur breyst og þú þarft að bregðast við. Ef þú treystir innsæinu finnur þú leið sem hentar best.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Dagurinn krefst sveigjanleika. Það sem virtist öruggt getur breyst og þú þarft að bregðast við. Ef þú treystir innsæinu finnur þú leið sem hentar best.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Abby Ji­menez