Er Rúrik á leiðinni í Eurovision?

Er Rúrik Gíslason á leið í Eurovision?
Er Rúrik Gíslason á leið í Eurovision? Samsett mynd

„Hvað get­ur þessi maður ekki gert?“ er spurt í grein sem birt­ist á þýska slúðurmiðlin­um In Touch, en þar er fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn og IceGuys-stjarn­an Rúrik Gísla­son orðaður við Eurovisi­on 2024.

„Fót­bolti, dans, söng­ur, hvað er næst? Rúrik Gísla­son hef­ur sannað að hann er sann­kölluð al­hliða stjarna. Hjar­ta­knús­ar­inn gladdi aðdá­end­ur sína stuttu fyr­ir ára­mót með til­finn­ingaþrungnu mynd­bandi þar sem hann flutti lag á móður­máli sínu, ís­lensku, fyr­ir fram­an áhorf­end­ur í beinni. Stráka­hljóm­sveit hans IceGuys hef­ur líka slegið í gegn. Það seg­ir sig því sjálft að aðdá­end­ur munu vilja sjá þenn­an hæfi­leika­ríka mann í Eurovisi­on í ár. Mun hann vera full­trúi Íslands í Eurovisi­on?“ er skrifað í grein­inni.

Þá er Rúrik ekki sá eini sem er orðaður við Eurovisi­on í ár, held­ur öll stráka­sveit­in IceGuys. „Á ís­lensku fá menn­irn­ir fimm hjörtu aðdá­enda sinna til að slá hraðar – svo hratt að þeir eru nú sagðir lík­leg­ir kepp­end­ur fyr­ir Íslands hönd í Eurovisi­on 2024. Að minnsta kosti vilja sum­ir aðdá­end­ur þeirra á In­sta­gram það,“ er út­skýrt. 

„Þú átt heima á stóra sviðinu“

„Rúrik, ég vona að þú eða IceGuys keppi í Eurovisi­on. Þú átt heima á stóra sviðinu,“ skrifaði einn aðdá­enda hans á meðan aðrir spurðu: „Ertu til­bú­inn fyr­ir Eurovisi­on 2024?“

Rúrik er margt til list­anna lagt, en hann á glæst­an fót­bolta­fer­il að baki þar sem hann spilaði í Englandi, Dan­mörku, Þýskalandi og með ís­lenska landsliðinu. Síðan þá hef­ur hann einnig starfað sem fyr­ir­sæta, áhrifa­vald­ur, dans­ari, söngv­ari og leik­ari.

Nú síðast í morg­un vann hann sirku­skeppni í þýska sjón­varpsþætt­in­um Stars in the Menè­ge með brotna hönd! 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Í dag er góður dagur til að njóta einfaldleika. Rólegheit getur veitt mikla gleði. Þú þarft ekki að leita langt. Það sem þú þarft er nær en þú heldur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Í dag er góður dagur til að njóta einfaldleika. Rólegheit getur veitt mikla gleði. Þú þarft ekki að leita langt. Það sem þú þarft er nær en þú heldur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir