Er Rúrik á leiðinni í Eurovision?

Er Rúrik Gíslason á leið í Eurovision?
Er Rúrik Gíslason á leið í Eurovision? Samsett mynd

„Hvað getur þessi maður ekki gert?“ er spurt í grein sem birtist á þýska slúðurmiðlinum In Touch, en þar er fyrrverandi knattspyrnumaðurinn og IceGuys-stjarnan Rúrik Gíslason orðaður við Eurovision 2024.

„Fótbolti, dans, söngur, hvað er næst? Rúrik Gíslason hefur sannað að hann er sannkölluð alhliða stjarna. Hjartaknúsarinn gladdi aðdáendur sína stuttu fyrir áramót með tilfinningaþrungnu myndbandi þar sem hann flutti lag á móðurmáli sínu, íslensku, fyrir framan áhorfendur í beinni. Strákahljómsveit hans IceGuys hefur líka slegið í gegn. Það segir sig því sjálft að aðdáendur munu vilja sjá þennan hæfileikaríka mann í Eurovision í ár. Mun hann vera fulltrúi Íslands í Eurovision?“ er skrifað í greininni.

Þá er Rúrik ekki sá eini sem er orðaður við Eurovision í ár, heldur öll strákasveitin IceGuys. „Á íslensku fá mennirnir fimm hjörtu aðdáenda sinna til að slá hraðar – svo hratt að þeir eru nú sagðir líklegir keppendur fyrir Íslands hönd í Eurovision 2024. Að minnsta kosti vilja sumir aðdáendur þeirra á Instagram það,“ er útskýrt. 

„Þú átt heima á stóra sviðinu“

„Rúrik, ég vona að þú eða IceGuys keppi í Eurovision. Þú átt heima á stóra sviðinu,“ skrifaði einn aðdáenda hans á meðan aðrir spurðu: „Ertu tilbúinn fyrir Eurovision 2024?“

Rúrik er margt til listanna lagt, en hann á glæstan fótboltaferil að baki þar sem hann spilaði í Englandi, Danmörku, Þýskalandi og með íslenska landsliðinu. Síðan þá hefur hann einnig starfað sem fyrirsæta, áhrifavaldur, dansari, söngvari og leikari.

Nú síðast í morgun vann hann sirkuskeppni í þýska sjónvarpsþættinum Stars in the Menè­ge með brotna hönd! 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir