Myndir af eiginkonunni vekja óhug

Kanye West gengur líka undir heitinu Ye.
Kanye West gengur líka undir heitinu Ye. AFP

Kanye West hefur strengt óvenjulegt áramótaheit þetta árið sem snýr að eiginkonu hans Biöncu Censori. Hann segir að hún muni klæðast enn færri fötum í ár en fólk eigi almennt að venjast.

Eftir að West og Censori tóku saman þá hefur Censori vakið mikla athygli fyrir djarfan klæðaburð og jafnvel komist í kast við lögin vegna fatavals.  

„Engar buxur þetta árið,“ skrifaði West í færslu á Instagram. Við færsluna birti hann mynd af Censori fáklæddri. 

Skiptar skoðanir eru meðal aðdáenda West um samband hans við Censori.

„Ertu búinn að niðurlægja hana nóg eða hvað?,“ spyr einn við færsluna.

Sérfræðingar í líkamstjáningu telja að West sé að sýna vald sitt með því að deila myndum af konunni sinni á samfélagsmiðlum.

„Þegar West var að leiða konu sína um götur Flórens og hún klædd í húðlituðum, gagnsæjum samfestingi með púða fyrir bringuna. Þá vonuðum við að þetta væri einhver einkahúmor á milli parsins. En þessar nýjustu myndir benda til þess að það sem gengur á heima fyrir sé eitthvað enn alvarlegra en það sem við fáum að sjá á götu úti,“ segir Judi James í viðtali við The Mirror.

„Hann gæti verið að sýna okkur eiginkonuna óhamingjusama á að líta, íklædd tilviljunarkenndum böndum og efnisbútum en það er hans eigin líkamsstaða sem skapar mestu áhrifin. Hann kemur alltaf fram í „passívu“ hlutverki áhorfandans. Hann vomir þarna sem einhver í dyragættinni, fullklæddur og sýnir engin svipbrigði, hvorki ástúð né aðdáun,“ segir James.

Myndir West af eiginkonunni vekja óhug.
Myndir West af eiginkonunni vekja óhug. Skjáskot/Instagram
View this post on Instagram

A post shared by Ye (@kanyewest)

Parið vakti mikla athygli á Ítalíu í sumar þar sem …
Parið vakti mikla athygli á Ítalíu í sumar þar sem Censori var í efnislitlum fötum.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir