Prinsinn passaði ekki í baðkarið

Andrés prins var sagður of stór fyrir baðkar.
Andrés prins var sagður of stór fyrir baðkar. AFP

Lög­fræðing­ur Ghislaine Maxwell sagði að Andrés prins gæti ekki hafa átt sam­neyti með Virg­iniu Giuf­fre í baðkari, líkt og hún hélt fram, því baðkarið var of lítið. Þetta kem­ur fram í nýbirt­um dóms­skjöl­um um Jef­frey Ep­stein.

Giuf­fre hélt því fram árið 2001 að Andrés prins hefði sleikt tærn­ar henn­ar í baðkar­inu áður en þau svo færðu sig yfir í svefn­her­bergið til þess að stunda kyn­líf. Þá var hún 17 ára.

Phil­ip Bar­den lög­fræðing­ur Maxwell hélt því hins veg­ar fram árið 2017 að Giuf­fre væri að ljúga þar sem baðkarið í íbúð Maxwell væri of lítið fyr­ir mann á stærð við Andrés prins. Hann gæti varla farið í bað í því, hvað þá stundað kyn­líf.

Daily Tel­egraph birti í kjöl­farið mynd­ir af baðkar­inu en bróðir Maxwells hafði fengið kunn­ingja sína til þess að sitja í baðkar­inu til þess að fólk gæti áttað sig á stærð þess. Þar með þótti það staðfesta að baðkarið væri of lítið til þess að at­hafna sig í því. 

Prins­inn hef­ur ætíð neitað að hafa hitt Giuf­fre en samdi þó við hana árið 2022.

Í sömu skjöl­um er því haldið fram að Don­ald Trump hafi stundað kyn­líf með mörg­um kon­um á veg­um Ep­stein sem og Bill Cl­int­on og Rich­ard Bran­son. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ímyndunaraflið bullar og sýður af hugmyndum um hvernig þú vill verja tíma þínum. Varastu að taka að þér fleiri verkefni en þú ræður við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ímyndunaraflið bullar og sýður af hugmyndum um hvernig þú vill verja tíma þínum. Varastu að taka að þér fleiri verkefni en þú ræður við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg