„Þessar upptökur eru til“

Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell.
Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. AFP

Sarah Ran­some seg­ist hafa verið þvinguð til þess að draga til baka full­yrðing­ar sín­ar um upp­tök­ur um kyn­lífs­leiki valda­manna á heim­ili Ep­steins. Þetta sagði hún í viðtali við Good Morn­ing Britain en stend­ur nú við fyrri orð sín.

Ran­some seg­ist hafa dregið til baka um­mæli um upp­tök­ur því henni hafi verið hótað af Maxwell og „öðrum“.

Í viðtal­inu seg­ir hún það ekk­ert leynd­ar­mál að gerðar hafi verið upp­tök­ur.

„Þess­ar upp­tök­ur eru til. Fólkið sem veit um þær er ör­ugg­lega mjög hrætt um að þær kom­ist í dreif­ingu,“ sagði Ran­some.

Aðspurð um fald­ar mynda­vél­ar á eyju Ep­steins sagði Ran­some að það hafi ekki verið neitt leynd­ar­mál að allt var tekið upp. Á heim­il­um hans voru rán­dýr­ar eft­ir­lits­mynda­vél­ar.

„Mörg fórn­ar­lömb hafa komið fram og staðfest frá­sögn mína og annarra. Ég hef einnig horft á mynd­skeiðin á skrif­stof­unni hans. Þegar ég var hjá Ep­stein þá var ég reglu­lega minnt á hvað myndi ger­ast fyr­ir mig og fjöl­skyldu mína ef ég myndi ein­hvern tím­ann stíga fram.“ 

Nú seg­ist Ran­some vera reiðubú­in til þess að bera vitni fyr­ir dóm­stól­um um það sem hún sá úr eft­ir­lits­mynda­vél­um, valda­mikla karl­menn að hafa kyn­mök við aðrar stelp­ur. 

Þá er banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an und­ir þrýst­ingi að birta all­ar ljós­mynd­ir sem tekn­ar voru af sönn­un­ar­gögn­um sem fund­ust við hús­leit á heim­il­um Ep­steins á sín­um tíma.

Í nýbirt­um skjöl­um um Ep­stein kem­ur fram að lög­fræðiteymi Jef­frey Ep­stein hafi reynt að grafa und­an áreiðan­leika Söruh Ran­some, þar sem Ran­some hafi á ein­um tíma­punkti full­yrt að hún ætti þess­ar upp­tök­ur en svo seinna meir dregið þá staðhæf­ingu til baka. Lög­fræðing­ar Ep­steins sögðu að þetta sýndi fram á að Ran­some skorti trú­verðug­leika.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tónn dagsins er mjúkur og viðkvæmur. Tilfinningar flæða frjálst ef þú leyfir því. Hlýja og næmni skapa dýpri tengsl en orð ein og sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
4
Yrsa Sig­urðardótt­ir
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tónn dagsins er mjúkur og viðkvæmur. Tilfinningar flæða frjálst ef þú leyfir því. Hlýja og næmni skapa dýpri tengsl en orð ein og sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
4
Yrsa Sig­urðardótt­ir
5
Arn­ald­ur Indriðason