Svona er að eiga heimsfræga alnöfnu

Síðastliðið haust komst hið svokallaða „ekki fólk“ á Íslandi í fjölmiðla eftir að blaðamaður mbl.is kannaði hvernig það væri að eiga þekkta nafna eða nöfnu. 

Það þekkir leikkonan Björk Guðmundsdóttir vel, en hún á heimsfræga alnöfnu, tónlistarkonuna Björk, og segist hafa fengið að heyra ófáa brandara í gegnum tíðina.

Þess má geta að í þjóðskrá Íslands eru tíu konur sem heita Björk Guðmundsdóttir. Sú fyrsta er fædd árið 1952 og er leikkonan, sem fædd er árið 1993, sú yngsta sem ber nafnið í þjóðskrá.

„Hin Björk“ á TikTok

Leikkonan heldur úti TikTok-reikningnum TheOtherBjork, en þar setur hún reglulega inn fyndin myndbönd og sketsa. Á dögunum birti hún myndband þar sem hún fór yfir alla brandarana sem hún hefur heyrt í gegnum tíðina um alnöfnu hennar. 

„Þetta eru öll Björk Guðmundsdóttir-kommentin og brandararnir sem ég hef heyrt í gegnum tíðina,“ segir hún í byrjun myndbandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er allt svo laust í reipunum hjá þér. Þú hefur látið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin föstum tökum. Leitaðu hjálpar ef með þarf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er allt svo laust í reipunum hjá þér. Þú hefur látið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin föstum tökum. Leitaðu hjálpar ef með þarf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton