Staðirnir sem varðveita sögu okkar og sál

Halldór Armand.
Halldór Armand. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mín­ir eft­ir­læt­is­tím­ar í grunn­skóla voru þegar bekk­ur­inn fór á bóka­safnið til að hlusta á sögu. Unn­ur á bóka­safn­inu í Hlíðaskóla bjó yfir mik­illi frá­sagn­ar­gáfu og við sát­um eins og dá­leidd þegar hún flutti fyr­ir okk­ur þjóðsög­ur og æv­in­týri. Meira að segja mestu vill­ing­arn­ir sem aldrei voru til friðs hl­ustuðu op­in­mynnt­ir og héldu sér í stól­brík­ina af spennu. Seinna meir skildi maður hversu mik­il list – mér ligg­ur við að segja töfr­ar – það eru að geta fangað at­hygli barna svona gjör­sam­lega. Á bóka­safn­inu lærðum við um sögu okk­ar og menn­ingu á sama tíma og við gleymd­um stað og stund – per­són­ur og at­b­urðarás stóðu okk­ur ljós­lif­andi fyr­ir hug­skots­sjón­um. Því­lík kennsla!

Fyr­ir tveim­ur vik­um var á þess­um vett­vangi fjallað um skert­an af­greiðslu­tíma sund­lauga Reykja­vík­ur­borg­ar og því haldið fram að þær væru helsta al­manna­rýmið á Íslandi. Bóka­söfn eru hins veg­ar ennþá mik­il­væg­ari og þýðing­ar­meiri vegna þess að þar kost­ar ekk­ert inn. Nú á að skera niður af­greiðslu­tím­ann þar líka, sem er óneit­an­lega pó­e­tískt þegar skuggi Pisa-könn­un­ar­inn­ar ligg­ur yfir land­inu. En al­veg eins og sund­laug­ar snú­ast ekki bara um það að synda, þá snú­ast söfn­in um annað og meira en að lesa. Hin hljóða reisn þeirra geym­ir ekki bara upp­safnaða þekk­ingu, visku og sköp­un­ar­kraft kyn­slóðanna held­ur finna heim­il­is­laus­ir og fólk sem glím­ir við fé­lags­leg vanda­mál líka skjól þar. Þau eru yf­ir­lýs­ing um gild­is­mat þjóðfé­lags­ins.

Bóka­söfn hýsa þannig feg­urð frjálsr­ar sann­leiks­leit­ar og for­vitni, þau hýsa feg­urð þess að varðveita hugs­an­ir og drauma for­vera okk­ar og bera virðingu fyr­ir hinu liðna, þau hýsa feg­urð op­ins sam­fé­lags og jafnra tæki­færa, en þau hýsa líka feg­urð ná­ungakær­leik­ans og þá sam­fé­lags­legu feg­urð sem felst í því að halda sam­an utan al­manna­gæði og vernda staði þar sem all­ir eru vel­komn­ir, óháð því hvað þeir eiga eða gera.

Átt þú ríkið eða á það þig?

Það gæti farið að koma tími á það fyr­ir okk­ur hér á Íslandi að dusta rykið af klass­ísk­um spurn­ing­um um hlut­verk hins op­in­bera. Þær hafa ekki heyrst í ein­hverja ára­tugi. Eig­um við ríkið eða á það okk­ur? Hvernig vilj­um við for­gangsraða? Nú á dög­um þykir sjálfsagt að stjórn­mála­flokk­ar sogi til sín risa­vaxn­ar fjár­hæðir úr rík­is­sjóði, fjöl­miðlar séu komn­ir á rík­is­fram­færi, skatt­greiðend­ur niður­greiði allt frá raf­bíl­um til Hollywood-mynda til viðbót­ar við allt hitt, og millj­arðar séu sett­ir í að halda fund í Hörpu sem virt­ist hafa þann meg­in­til­gang að verja fyr­ir­menni fyr­ir Íslend­ing­um með götu­lok­un­um og leyniskytt­um, auk þess sem lög­regl­an var vopnuð í leiðinni. Það er enda­laust hægt að búa til nýj­ar nefnd­ir og ráð.

Á sama tíma eru ýms­ar vís­bend­ing­ar um að hið op­in­bera ráði ekki leng­ur við grund­vall­ar­atriði. Biðlist­ar í heil­brigðis­kerf­inu orðnir svo lang­ir að því má jafna við upp­sögn sam­fé­lags­sátt­mál­ans, í refsi­vörslu­kerf­inu eru of­beld­is- og kyn­ferðis­brota­dóm­ar tekn­ir að fyrn­ast af því það er ekki til pen­ing­ur til að senda hina dæmdu í afplán­un, til stend­ur að einka­væða hjúkr­un­ar­heim­ili af því rík­is­valdið get­ur ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart eldra fólki, mennta­kerfið er aug­ljós­lega illa statt, og svona mætti lengi áfram telja.

Sex þúsund millj­óna króna skrif­stofu­hús­næði Alþing­is sprett­ur upp, rétt á hæla sex­tán þúsund millj­óna króna hús­næðis fyr­ir rík­is­banka, meðan barna­heim­ili og skól­ar grotna niður í myglu. Stund­um fær maður á til­finn­ing­una að hér á landi þyki mik­il­væg­ara að tryggja aðgengi fólks að Eurovisi­on frek­ar en ein­hvers kon­ar grunnþjón­ustu sem varðar líf þess og heilsu. Til hvers vilj­um við nýta sam­eig­in­lega sjóði okk­ar?

Al­manna­gæði eins og bóka­söfn og sund­laug­ar verða ennþá mik­il­væg­ari þegar innviðirn­ir veikj­ast. Við þurf­um að passa upp á staðina sem varðveita bæði sögu og sál sam­fé­lags­ins okk­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Öryggi og ró eru lykilorð dagsins. Ekki sækjast eftir hávaða eða æsingu. Róleg stund getur orðið upphafið að nýjum skilningi og styrkari tengslum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Öryggi og ró eru lykilorð dagsins. Ekki sækjast eftir hávaða eða æsingu. Róleg stund getur orðið upphafið að nýjum skilningi og styrkari tengslum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir