Baldwin lýsir yfir sakleysi

Alec Baldwin hefur lýst yfir sakleysi sínu.
Alec Baldwin hefur lýst yfir sakleysi sínu. AFP/Angela Weiss

Banda­ríski leik­ar­inn Alec Baldw­in lýsti yfir sak­leysi sínu í dóms­skjöl­um viðvíkj­andi ákæru á hend­ur hon­um í Nýju Mexí­kó í Banda­ríkj­un­um. Baldw­in er ákærður fyr­ir að hafa orðið töku­mann­in­um Halynu Hutchins að bana við tök­ur á kvik­mynd­inni Rust í októ­ber árið 2021.

AFP grein­ir frá og seg­ir að Baldw­in hafi átt að mæta til fyr­ir­töku í mál­inu á morg­un, fimmtu­dag. Hann hafi hins veg­ar ákveðið að af­sala sér rétt­in­um til að vera viðstadd­ur fyr­ir­tök­una og um leið lýst yfir sak­leysi sínu í mál­inu.

Skot hljóp úr byssu sem Baldw­in hand­lék við tök­ur á kvik­mynd­inni. Skotið hæfði Hutchins og lést hún í kjöl­farið. Skot fór einnig í leik­stjór­ann Joel Souza og hlaut hann minni­hátt­ar áverka.

Baldw­in hef­ur ít­rekað lýst sak­leysi sínu í mál­inu og kveðst ekki hafa tekið gikk­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Áhersla færist yfir á framtíðina. Þú byrjar að sjá stærra samhengi. Láttu ekki smáatriði halda þér í stað. Dagurinn styður þá sem treysta sínu innsæi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Áhersla færist yfir á framtíðina. Þú byrjar að sjá stærra samhengi. Láttu ekki smáatriði halda þér í stað. Dagurinn styður þá sem treysta sínu innsæi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir