Dion birtist óvænt á sviðinu

Celine Dion var stórglæsileg á sviðinu.
Celine Dion var stórglæsileg á sviðinu. AFP

Stórsöngkonan Celine Dion stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt þegar hún afhenti síðustu verðlaun kvöldsins, verðlaun fyrir plötu kvöldsins (e. Album of the year). Dion birtist óvænt á sviðinu í lokin, en komu hennar hafði verið haldið leyndri. 

Síðla árs 2022 var Dion greind með sjaldgæfa taugaröskun, Stiff Person Syndrome (SPS). Hún greindi sjálf frá sjúkdómsgreiningunni á Instagram í desember 2022. Söngkonan hefur aflýst tónleikum og lítið sést opinberlega frá því hún greindist. 

Þegar Dion, 55 ára, steig á svið í Crypto-höllinni í Los Angeles braust út mikill fögnuður og ákaft lófaklapp, en tilnefndir og aðrir gestir gáfu söngkonunni standandi lófaklapp. 

„Þegar ég segi að ég sé ánægð að vera hérna með ykkur, þá meina ég það frá hjartinu,“ sagði Dion áður en hún tilkynnti Taylor Swift sem sigurvegara fyrir plötu ársins.

Söngkonan fékk standandi uppklapp.
Söngkonan fékk standandi uppklapp. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því ekki að öllu gríni fylgir einhver alvara. Gættu þess að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Ragnar Jónasson
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Jojo Moyes
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því ekki að öllu gríni fylgir einhver alvara. Gættu þess að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Ragnar Jónasson
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Jojo Moyes
5
Elly Griffiths